Andvari - 01.01.1923, Page 175
Andvari.]
Bókasafn Þjóðvinafélagsins.
Eias og félagsmenn muna, ritaði Dr. Sigurður prófessor
Nordal grein í síðasta Andvara í pá átt, að Pjóðvinafélag-
ið færði út þann lið stefnuskrár sinnar, er hljóðar um út-
gáfu alþýðlegra rita. Hafa orðið góðar undirtektir undir
það mál. Pví ritaði forseti félagsins báðum menntamála-
nefndum alþingis bréf i vetur með tilmælum um sameigin-
legan fund með nefndunum og stjórn félagsins til umræðu
um málið. Pessi fundur var haldinn 6. apríl. Tóku nefnd-
armennirnir hið bezta tillögunni og hétu að bera fram
beiðni í þi'nginu um styrk til fyrirtækisins. Síðan bar mennta-
málanefnd neðri deildar1 einum rómi fram tillögu um 5000
kr. fjárveiting til útgáfu alþýðlegra fræðirita, og var hún
samþykkt í deildinni. Menntamálanefnd efri deildai2flutti síð-
an sömuleiðis einróma þar í deild tiliögu ura að auka fjár-
veitinguna upp í 9000 kr., og var hún samþykt þar. Að vísu
er ekki enn vitað, hvort fjárveitingin verður færð í sömu
skorður við eina umræðu fjárlaganna í neðri deild, en hitt
er víst, að fjárveiting ekki lægri en 5000 kr. verður veitt
til fyrirtækisins.
Petta mun þykja góð frétt öllurn þeim, sem unna sjálfs-
menntun i landinu. Yerður félagsmönnum á sínum tíma
skýrt frá því, hver áhrif þetta heflr á fyrirkomulag félags-
ins. Hitt má þegar segja, að útgáfan verður hafln næsta
ár. Jafnframt hefir Dr. Sigurður Nordal eftir tilmælum fé-
lagsstjórnarinnar tekið að sér ritstjórn bókasafnsins fyrst
um sinn.
1) í þeirri nefiid ciga sæti Porsteiun M. Jónssou (formaðtir), Gimnar
Sigurðsson (ritari), Einar Porgilsson, Magnús Pétursson og sira Sigurður
Stefánsson.
2) Par eiga sæti lngibjörg H. Bjarnason (formaður), Jónas Jónsson
(ritari) og Karl Einarsson.