Andvari - 01.01.1879, Síða 8
4
Hugleiðingar um stjórnarmálið.
óteljandi dæmum. J>etta er Hka svo eðlílegt, að
jafnvel enga sögu eða reynslu ætti að þurfa til, að
sanna það, því einfold skynsemi segir manni, að það
geti eigi öðruvísi verið.
f>ótt vjer höfum nú fengið stjórnarbót, og þótt
stjórnarskipun vor sje orðin miklu frjálslegri og hag-
anlegri en ómynd sú, er vjer áður höfðum, þá virð-
ist oss þó enn ýmislegt vanta á, að hún sje svo
frjálsleg og haganleg, sem nauðsynlegt er að hún
sje, til þess að þjóðin geti tekið fullkomnum fram-
förum og lifað sem sælust í landinu. J>að er þó
einka-tilgangur allrar þjóðfjelagsskipunar og allrar
landsstjórnar, að gera þjóðina sem sælasta; en þeim
tilgangi verður eigi náð nema þjóðin hafi fullt frelsi
til að stjórna sjer sjálf, eins og skynsemin, sagan og
reynslan kenna. þ>að er reyndar ótrúlegt, að noklc-
ur maður geti fengið af sjer, að hindra þjóðina frá,
að njóta þessa eðlilega og nauðsynlega frelsis, eins
og hún sjálf finnur sjer bezt haga og henta; en
dæmin sýna, að í flestum löndum eru þó til nokkrir
slíkir menn, sem annaðhvort af skammsýni eða ein-
hveijum öðrum hvötum eru jafnan boðnir og búnir
til að gera allt, hvað í þeirra valdi stendur, til að
andæfa móti hinu eðlilega stjórnfrelsi, og leitast
þannig við, að brjóta á bak aptur hina fyrstu og
helztu frumreglu mannlegs fjelagsskapar. Móti slík-
um andvígismönnum frelsisins verður hver sá, er ann
þjóð sinni, að standa með skynsemi og þreki, ef liið
sanna og eðlilega frelsi á eigi að verða fyrir borð
borið, þjóðfjelaginu til hnekkis.
Eins og vjer drápum á, álitum vjer stjórnarskrá
vora frjálslega og hagkvæma i mörgum greinum, en
gallalaus er hún þó eigi, og þá galla, sem hún
hefir, þurfum vjer að gjöra oss Ijósa til þess að geta
ráðið bót á þeim með timanum. Vjer þurfurn vand-