Andvari - 01.01.1879, Síða 25
Brjcf frá Norvegií
21
] .andslagið þar, sem borgin stendur, er ekki ósvip-
að og 1 Hegranesi í Skagafjarðarsýslu: einlægar
klettaborgir með beinum sundum á milli, en byggð-
in (húsin) er sumstaðar jafnt uppi á klettunum, sem
niðri í sundunum, og rið upp að ganga eður vegur
lagður á annan hátt upp hamrana. Yíir Elfuna er
ein brú ofarlega í borginni, er gera má hlið á fyrir
skip, sem leið eiga eptir ánni. Skipgeng síki eru
grafin til og frá um borgina eptir sundunum með
brúm á, er leika á stöpli í miðju síkinu, og þarf að
eins einn mann til að vinda brúnni við og gjöra hlið
beggja megin stöpulsins, til að hleypa skipum fram
bjá, eru þó sumar brýrnar fram undir 20 faðma á
lengd. Sýnir það, sem fleira hjer erlendis, að margt
má sjer ljett vinna, ef laglega er um búið.
í Gautaborg er gripasafn mikið og vandað
mjög að allri niðurskipun og umbúnaði. Á því var
jeg svo lengi, sem jeg mátti þann eina dag, er jeg
var um kyrt, og sá þar, meðal annars, í einu her-
bergi, sýnishorn af bátum og seglskipum frá elztu
tímum til vorra daga, með öllum þeirra útbúnaði.
Jeg var jafnlengi á „Friðþjófi" og „Cumbrae41,
fjóra sólarhringa á hvoru skipinu. Á „Cumbrae11
kostaði far og fæðiþessa 4 daga 120 kr., en á „Frið-
þjóíi“ 54 kr., og var þó engu síður í neinn stað.
Mjer blöskraði þessi mismunur. Orsökin til þessa
er sú, sem þú munt vita, að Danir taka jafnhátt far-
gjald með sínum gufuskipum milli íslands og Skot-
lands eins og milli íslands og Kaupmannahafnar,
þótt þar muni nærri helmingi á vegalengd, og Eng-
lendingar hafa svo sniðið sinn stakk eptir því. f>að
væri sannarlega engin vanþörf á, aðfá slíkan ójöfn-
uð afnuminn. Að taka nærri því helmingi hærra
fargjald að tiltölu fyrir leiðina milli íslands og Skot-
lands heldur en milli íslands og Danmerkur er í raun-