Andvari - 01.01.1879, Síða 33
Brjef frá Norvegi.
•29
hinum endanum til að drepa götin á þær, er hún
gjörir með tómri þrýstingu. Virtist mjer vjel þessi
einna Ijósastur vottur þess, hvílílct heljarafl að fram
leiða má með vatnsgufunni, þar sem borinn eins og
læðist niður og þrýstir gatið á þykkt kalt járn;
i hin stærri skip brúka þeir J/2 og allt að 3/4 þuml.
þykkar járnplötur í byrðinginn. Til að hita saum-
inn, er byrðingurinn var negldur saman með, var
hafður lítill fýsibelgur með eldstónni á sjálfum sjer
að ofan, hann stóð rjett við skipið, og sá sem hit-
aði tók naglann úr eldstónni með töng, rjetti hann
öðrum sem upp í var; þessi brá honum í gatið og
hjelt við, á meðan tveir hnoðuðu að utan.
Björgvinarbúar hafa gripasafn töluvert, og þó
nú nýlega sje fullgjört stórt og prýðilegt hús handa
því, er það opið 4 daga vikunnar ókeypis fyrir hvern
og einn, 2 kl. stundir hvern. Á gólfinu eru forn-
gripir Norðurlanda, talsvert af gripum frá Egypta-
landi og Austurálfu — þar á meðal smurt lik (múmía)
í líkkistunni, er það var lagt í upphaflega — vax-
myndir í fullri stærð af Finnum og fl. Upp á lopt-
®u er dýrasafn frá öllum endimörkum veraldar, út-
troðið í fullri stærð. þar sjer maður einnig allar
þser fiskategundir, er aflast í Norvegi, annaðhvort
niyndaðar ellegár þá lagðar niður í vínanda sumar
hvorutveggja. Beinagrind af liðlega tvítugum hval
hangir þar neðan í lopti, og í gær var ekið þar heim að
húsinu beinagrind úr liðlega fertugum hval, er festa á
saman og sýna þar. Bein þessi voru keypt norður á
Vardö og láta blöðin svo, sem þau sjeu hinn mesti
kjörgripur, af því þau sjeu úr hvalakyni, er
nú sje að líða undir lok.
í>ú þekkir landbúnaðarskólann á Steini bæði
af skýrslu þeirri, er Sveinn búfræðingur gaf oss um
hann i „Nýjum Fjelagsritum“ fyrir nokkrum árum,