Andvari - 01.01.1879, Side 43
.Rrjef fr.í Nórvegi.
39
hefir mjer þótt mikið til þess koma, að allir sem jeg hefi
snúið mjer til, til að fá að sjá og skoða hitt og þetta,
sem jeg hefi girnzt, hafa gjört sjer far um að leið-
beina mjer, eptir því sem jeg hefi getað á móti tek-
ið, jafnvel þó jeg hafi þótzt skilja, að þegar þeir
eiga hvor við annan, og um eitthvað nýtt og nyt-
samlegt er að ræða, þá sjeu þeir optast þögulir og
ófúsir á að fræða þann, sem fræðast vill.
Norðmenn eiga svo mikinn skipastól, að eng-
in þjóð í heimi kemst í hálfkvisti við þá, þegar mið-
að er við fólksijöldann; ríður þeim þvi næsta mjög á,
að skipin nái að hafast eitthvað að, svo þau verði
ekki eigöndum að ómögum. Kvarta þeir mjög um
atvinnuleysi seglskipa sinna nú næstliðið ár, og kenna
því að nokkru leyti um peningaþröng og vanhag
manna, sem nú kvað kveða mikið að hjer í landinu.
Gufuskipin eru orðin mörg—Norðmenn eiga nú um
250 talsins smá og stór.—J>au eru fljót í ferðum og
flytja vörur fyrir öllu lægri borgun, en hægt er að
gjöra á seglskipum, og þess vegna er nú orðið þetta
misæri i seglskipaútveg þeirra, jafnframt því, að öll
verzlun er dauf og aðgjörðalítil. Gufuskipin eru næst-
um undantekningarlaust eign hlutafjelaga, en þareð
þau eru mjög mörg í landinu (íjelögin) og keppa
hvert við annað um flutningsgóss, er nú lika öllu til
haldið, að þau gefi eigöndum sínum nokkurn arð af
sjer, eptir þvi sem sumir segja. Öll hin smærri skip,
er að eins ganga innfjarða, er sagt, að borgi sigbezt.
En þó nú gufuskipin gefi ekki fje af sjer til muna
beinlinis, þar sem mikill grúi er af þeim, þá er
svo mikill óbeinlínis hagur af þeim, að ekki er
hægt að reikna hann. Á öllum gufuskipum Norð-
manna er sjerstök veitingasala, og fargjald farþega
fast ákveðið eptir mílnatali: 40 a. á fyrsta plássi,
25 a. á öðru, og 15 a. á þriðja plássi um míluna.