Andvari - 01.01.1879, Qupperneq 46
42
Brjof frá Norvc{ii.
góðir á kinnunga; en hælaskarpir. eru þeir og aptur-
stroknir, þó botngóðir, og vel lagaðir til siglinga.
Byrðingsumförin eru málborðsbreið og allur byrðing-
urinn trjeseymdur; eins böndin, sem eru fáensterk.
þ>egar kemur suður undir Líðandisnes verða bátarn-
ir viðtakabetri og afburðameiri, því þar þurfa þeir
fremur að mæta sjógangi, en byggingarformið sama,
og ekki sjer maður breyting á því, fyrr en kemur
norður undir Stafangur. Bæði þar og í Björgvin
eru allir hinir smærri bátar kenndir við Harðangurs-
fjörð, og kallaðir Harðangursbátar, enda sögðu menn
þá flesta smíðaða þar. í þeim öllum eru byrðings-
umförin mjög breið, báturinn einungis 3 og 4 um-
för, og bönd ekki nema undir þóptum og sitt í hvor-
um skut. Jafnaðarlegast engir knjelistar, en negld-
ur biti undir þóptuna, er styrkleikann gjörir í stað-
inn. Byrðingurinn allur járnseymdur og tinað bæði
saumur og rær. Eru bátar þessir liprir og góðir til
gangs, en veigalitlir, ef harki þurfa að mæta. Á
öllum bátum, er jeg sá í Norvegi, voru stefnin jafn
bogadregin á báðum endum, en ýmislega var stýris-
járnunum hagað; á sumum teinn aptan á stefninu,
fastur á báðum endum, og þess vegna báðar lykkj-
urnar á stýrinu opnar, er smeygja skyldi inn á tein-
inn; aptur á öðrum krókar og lykkjur, eins og víða
tíðkast hjá oss. í flestum þessum bátum voru sterkir
hástokkar að endilöngu og á sumum hinum nýrri
Harðangursbátum keipar ofan á þeim, en það sást
varla á öðrum. Ræðin tveir trjepallar og árar sí-
valar í ræðum, alstaðar sunnantil í Norvegi, en þeg-
ar kemur norður undir Björgvin, fara þær að verða
flatar í ræðum, og ræðin þá að eins eitt keipsnef,
smíðað úr trjeklumbu, neglt ofan á keipinn og hömlu-
band í því. Er furða hvað Norðmenn eru fastheldn-
ir við forna venju, að halda enn þá hömluböndun-