Andvari - 01.01.1879, Side 60
Brjef frá Norvegi.
5<5
er jafn-ör á að taka beituna. |>au ár, sem fiskurinn
er mjög feitur, aflast lakar á línuna. Sama er og
framan af vertíðinni, áður fiskurinn fer að leggja af,
eður meðan á hrygningunni stendur, því þá er fisk-
urinn ætíð tregastur á að taka, og því brúka þeir
netin þann tíma, sem svo eru vel út búnir, að hafa
bæði net og línu. En þegar fiskurinn er vel ör,
getur aflinn heppnast mjög vel, og her stundum við
að á hvern bjóð — 4 hundruð öngla — fæst hundr-
að þorska; verða það 6 hundruð á skip, þar sem
6 bjóðar eru hafðir, en þá er líka báturinn hlaðinn,
og sje eitthvað að veðri, verður að gjöra að fram á
miði, kasta hausum og slógi, en halda eptir fiskin-
um, lifrinni og hrognunum. þ>etta er nú ekki nema
þegar bezt blæs, sem nærri má geta. Meðalafla í
róðri má telja 2—3 hundruð á skip, eður 40 til 50
á bjóðinn. — 'J>egar fiskurinn gengur bærilega vel
að önglum, tíðkast líka —- auk næturlagnanna —- að
le8'gja linu a daginn, og hún þá vanalegast höfð
nokkuð frá botni; en á þessar daglagnir aflast jafn-
aðarlegast minna heldur en hinar, og þær verða
ekki notaðar nema þegar fiskurinn er genginn á
grunnmið.
f>riðja veiðarfærið er þorskanetin. þ>au eru
upp fundin á seinni öldum, og eru enn þá ekki upp
tekin að heita má hjá nábúum vorum fyrir vestan
haf, er fiskiveiðar stunda, en þau hafa áunnið fiski-
sveitum vorum margar tunnur gulls. J>að var Klaus
nokkur Nielsen, kaupmaður frá Borgundarpresta-
kalli á Sunnmæri, sem varð svo frægur að taka það
veiðarfæri upp fyrstur manna, og hafa landar hans
reist honum minnisvarða fyrir það, fyrir eitthvað
tuttugu árum síðan, á bæ þeim er Slindingen heitir
og er skammt frá Álasundi; þar bjó hann. Fyrsta
tilraunin með netin var gjörð árið 1685, °g þrátt