Andvari - 01.01.1879, Qupperneq 62
5»
Brjef frá Norvegi.
sjaldgæft. Með 3 hundruð á skip er hver maður
vel ánægður, því það má heita meðalafli"1.
Frá því sem Löberg lýsirhjer, er engin breyt-
ing orðin önnur en sú, að Sunnmæringar eru nú,
jafnframt áttæringunum, farnir að hafa við þorsk-
veiðina bæði litla báta — fjögra manna för — þegar
skammt er róið, og svo líka þilbáta, sem þeir þá
leggja við stjóra út á miðunum, og veiða svo frá
þeim á smábátum bæði með línu og handfæri. En
þó sjóveður leyfi, eru þeir sjaldan úti á þeim leng-
ur en 2—3 daga, því þeir gjöra ekki að fiskinum
fyr en í land kemur. Svíar byrjuðu þessa þilskipa-
veiði á miðum Sunnmæringa ; hafa þeir, eins og auð-
vitað er, miklu stærri skip, og gjöra að fiskinum
jafnóðum og hann aflast.
Talið er að vertíðin byrji í Lófót og á Sunn-
mæri í byrjun febrúarmánaðar ár hvert, en þó gjöri
fiskurinn jafnaðarlegast vart við sig fyrri; vertíðar-
lok eru talin 14. april. En þá byrjar aptur vertíðin
á Finnmörk og heizt fram eptir sumrinu. þJar er
fiskigangan stopulli og ógæftir vanalega meiri, svo
Finnmerkurveiðin er eltki reiknuð nema lítið eitt í
samanburði við í hinum aðal-aflaplássunum, Sunn-
mæri og I.ófót.
Með fram allri strönd Norvegs er aðdýpi mik-
ið og því skammróið. þ>að er helzt undan Sunn-
mæri, að fiskigrunn eru nokkuð frá landi, og þess
vegna er þar langræði mest. þ>ar halda sig líka
hinir útlendu fiskimenn, Svíarnir, en Norðmenn hafa
eklci að þessum tíma þurft að búa undir hinum óá-
nægjulega flota af frakkneskum og enskum fiski-
skipum eins og vjer. Fyrst nú næstliðið ár voru
þar 3 frakkneskar fiskiskútur við land; en í vetur
') Norg. Fislterier bls. 110—116.