Andvari - 01.01.1879, Blaðsíða 67
Brjef frá Norvcgi.
63
kr. fyrir tunnuna — stórmál, 144 potta—. Misjafn-
lega mikið fæst úr lifrinni af lýsi, eptir því hvort
fiskurinn er magur eða feitur; en meðaltal sagði
hann að mundi vera hjá sjer, að úr 15Y2 skeppu
fengist ein tunna af meðalalýsi og 30 pottar af öðru
lýsi.
Annað bræðsluverk fórjeglíka til sjá, er meira
væri við vort hæfi. Atti það lcaupmaður að nafni
Johannes Ose-—hann átti annars 11 bræðsluhús hing-
aðogþangað á eyjunum í grennd við Alasund — og
sigldi hann þangað með mjer á litlum þilbát (sköjte),
er hann átti. Voru þar að eins 3 bræðslupottar, er
tóku tvær tunnur hver, tvöfaldir, úr járnþynnu, allir
með eldbræðslu, en gjörðir á sama hátt og í hinu
bræðsluhúsinu, að ytri potturinn lulctist að hinum að
ofan og þar lóðaður við. Ytri potturinn er hjer
fylltur af vatni, það látið i hann gegn um pípu, er
upp úr honum stendur utan við barminn á innri pott-
inum; en að neðan er lítill krani út úr botninum til
að ná vatninu burt, þegar þarf. Allir þessir pottar
voru innmúraðir, með lítilli eldstó undir. J>egar nú
kveikt er upp í eldstónni, hitnar vatnið í ytri pott-
inum og bræðir lifrina í þeim innri, en gufan streym-
ir út um vatnspípuna að ofan, sem allt af er opin,
svo að hún (gufan) verður aldrei of aflmikil milli
pottanna. Úr bræðslupottum þessum þarf að ausa
lýsinu og enginn tilbúningur var til að hreinsa (raf-
finere) lýsið; það er að eins síað úr grútnum gegn
um striga-eða ljerepts-síu, oglátið svo vel setjast til.
Grúturinn soðinn i bræðslupotti í öðru húsi á sama
hátt og við hitt bræðsluverkið. — Ose var að láta
byggja reisulega búð fyrir sjómenn, með öllu fyrir-
komulagi sem í bezta íveruhúsi, og fleira hafði hann
fyrir stafni þar út á hólmanum.
þ>essir járnþynnu-bræðslupottar hjá Ose kost-