Andvari - 01.01.1879, Page 72
68
Brjef frá Norvegi.
á eigin reynslu, því sitt getur átt við á hverjum
stað og hverjum tíma, svo jeg held að vjer höfum
lítið til Norðmanna að sækja í því tilliti. Síðan
þetta lagasafn kom út, er jeg gat um, hafa Norð-
menn að eins fengið eitt lagaboð, er snertir þorsk-
veiðina — 5. júní 1869, — erveitir konungi vald til að
banna afnot vissra veiðarfæra á fjörðum eða sund-
um eptir ákvörðun hjeraðshöfðingjanna um það efni,
en þessi lög hafa lítið verið notuð til þessa að sögn.
Hvað útbúnað veiðarfæranna hjá Norðmönnum
snertir, þá geðjaðist mjer sjer í lagi vel að því, að
þeir leggja línu sína svo, að hún helzt alveg frá
botni: hvorki ás nje önglar koma við botn. Brúka
þeir til þess litlar glerkúlur, hjer um bil hnefastór-
ar, oghafa 25 öngla á milli þeirra, en íl (stein) með
mátulega löngum snærisspotta við hverja eina (gler-
kúlu) til að halda línunni niður. Á þennan hátt má
brúka línu hvar sem er, hversu mikið hraungrýti
sem er í botni, og er óhætt við festum og öllum
snyddum, er skorið geta línuna sundur. En auk þess
þykir mjer líklegt, að fiskurinn sjái fremur beituna
og gangi betur að henni; að minnsta kosti er þá
ekkert að óttast marfló og annað illyrmi í botninum,
sem ef til vill er búið að eyða beitunni áður en
fiskurinn kemur að önglinum. Hjer getur enn frem-
ur komið til íhugunar, að þegar fiskurinn eltir síld
eða annað æti upp í sjó, þá sinnir hann líklega
minna því, er á botni liggur; og maður getur haft
línuna þar og þar í sjónum, sem hann helzt
er að finna, eins og Norðmenn líka gjöra. Allir
Sunnmæringar, sem jeg átti tal við um það efni,
kváðu líka þetta hafa hin beztu áhrif á aflabrögðin
hjá sjer, og þótti mjer það mjög sennilegt. f>að er