Andvari - 01.01.1879, Qupperneq 74
70
Brjef frá Norvegi.
útbúnaður Sunnmæringa, og fundu t. d. það að, að
það væri svo ill meðferð á fiskinum ; öngullinn krækt-
ist hingað og þangað í hann, rifi þar til og sleppti
svo ef til vill. En fiskimenn gefa nú jafnaðarlegast
slíku lítinn gaum, enda getur fiskurinn farið særður
hvar svo sem í hann krækist, og ekki er að vita
að sárið í munninum eða hausnum sje honum síður
tilfinnanlegt en í skrokknum. Einn af þeim mönn-
um, er hafði á móti keipi-önglum Norðmanna, var
Andersen konsúll í Álasundi, og gaf hann mjer ný-
an þýzkan öngul, er hann vildi láta mjer geðjast
betur að. Á öngul þenna er steypt glersíld utan
um gips og hún silfruð að utan; öngullinn er tölu-
vert ljettari en síldarönglar — með tinsíld — gjörast,
og er ætlast til að hann fyrir það blakti meira í
sjónum, en að öðru leyti leizt mjer ekkert betur á
hann, sem og líka að glerinu mun hætt að brotna,
og þá eru allir yfirburðirnir farnir. Blýsökkur Sunn-
mæringa eru íviðflatar, mjóar til beggja enda og
bogadregnar; þegar rennt er færinu verður krypp-
an ætíð niður, og þegar nú sakkan þannig liggur
ætíð eins á niðursigi, er hægra að búa svo um, að
öngullinn bindist ekki upp. Færið er hjá öllum
„lóðarstrengur“, og fylgir því lítil trjegrind til að
gjöra það upp á milli róðra. Dálitla trjeklumbu
með hjóli í hafa þeir líka undir færið, sem smeygt
er ofan á borðstokkinn og situr þar föst; er það
gott bæði í því tilliti, að ljettara er að keipa og
draga, og svo slitnar færið seinna þegar það veltur
i hjóli, þegar keipað er og dregið.
Hvað þorskanetin snertir, þá sá jeg ekkert ein-
kennilegt við þau, enda þekki jeg það veiðigagn lítið.
'þeir sem handfærið brúka á Sunnmæri, fiska
allir við laust, og láta reka fyrir sjó og vindi með
öíl færin á goluborð. Af þeim förum er tekinn