Andvari - 01.01.1879, Síða 78
74
• Brjef frá Norvegi.
skyni gjört, en það sjest nú, hversu rangt og óskyn-
samlegt það í rauninni var“.
Sá harðfiskur, er jeg sá í Noregi, virtist mjer
heldur ekkert ásjálegri en hann gjörist hjá oss; og
þó getum vjer vandað hann betur en almennt gjör-
ist með því að þvo hann blautan og hirða hann vel,
og sjer í lagi fær malflatti fiskurinn annað útlit þeg-
ar hann er þveginn vel og vandlega, allt blóð hreins-
að vel úr honum og himnan úr þunnildinu tekin
áður hann er breiddur á mölina, því hann verður
við það falleg og útgengileg vara, sjer í lagi þeg-
ar hann er pressaður dálítið við og við til að fá hann
úr hrukkunum.
Oðru máli er að gegna með þorslcalifrar-bræðsl-
una. J>ar virtist mjer að vjer hefðum mikið af Norð-
mönnum að læra. Að sönnu er verðið nú lágt á
meðalalýsinu, í samanburði við brúnt lýsi, eptir því
sem áður hefur verið, og út lítur fyrir að ofmikið
komi á markaðinn af því; en samt sem áður er þó
verðmunurinn nokkur; og þegar það er tekið til
greina, að meiri hluti lýsisins úr lifrinni verður með-
alalýsi hjá Norðmönnum, þá er þó ávinningurinn
töluverður. Jeg veit að sönnu, að á Suðurlandi —
og máske á Vesturlandi — eru taldar 2 tegundir
af þorskalýsi með verðmun nokkrum; en þar eð
það Ijósara mun vera sjálfrunnið, eður það lýsi, sem
sólin bræðir úr lifrinni þegar það er látið standa í
ílátum, er það að líkindum orðið þrátt og ekki brúk-
legt sem meðalalýsi, eður fáanlegt fyrir það hæsta
verð. Einnig getur verið, að einstaka maður bræði
meðalalýsi úr lifur sinni síðan síra Oddur Gíslason
sýndi mönnum, að vjer getum það eins og aðrir;
en það er þó víst eigi algengt, og meiri hluti af
þorskalýsi voru mun vera selt fyrir lægsta verð.
Vjer ættum því að taka oss fram í þessari grein,