Andvari - 01.01.1879, Blaðsíða 84
8o
Brjef frá Norvegi.
c. Síldarveiði.
f>etta er veiði sú, sem Norðmenn stunda af
miklu kappi og með mikilli atorku. En það er svo
mikið mál að lýsa henni og öllum veiðitökum, sem
Norðmenn hafa við hana, að jeg verð að láta það
bíða betra færis.
d. Ymsar aðrar fiskiveiðar.
Upsi (sei) gengur mjög mikill að landi í Nor-
vegi, og veiðist þar á öllum tímum árs, bæði smár
og stór. Hefir hann orð á sjer fyrir • að vera mjög
gráðugur, og gengur því vel að önglum, en þar eð
hann fullvaxinn opt gengur í torfum ofansjóar, þeg-
ar hann eltir síldina, veiðist hann einnig með fyrir-
drætti. Upsaveiði, er Norðmenn kalla „mort“, er
lika mjög mikið af á haustin meðfram suðurströnd-
inni, og er veitt til heimilisbrúkunar bæði í fyrir-
dráttarnet og svo líka stóran háf, er kallast „glip“.
Sá jeg slíkt veiðigagn verulegast hjá Jóhanni Guð-
mundssyni í Stafangri; varháfurinn mjög smáriðinn,
hjer um bil i Va faðmur á dýpt og 2 '/2 í þvermál
að ofan. Grindin í opi hans voru 3 bognir spelar,
er festir voru með járnhjörum hver við annan; þeg-
ar þessum spelum var slegið í sundur, myndaðist
hringurinn, og járnhespur á hjörunum bundu spel-
ana saman. Háf þessum er hleypt niður að botni
með smásöxuðum krabba í sem agni, eður þá ein-
hverju öðru, sem fiskurinn vill sækja að, og honum
síðan kippt upp þegar maður sjer í sjónpípunni —
eður ímyndar sjer, liggi háfurinn á djúpu — að
fiskitorfan er komin i ætið. í net þetta fást nú opt
aðrar fiskitegundir líka, og vel leizt mjer á það til
smáfiskaveiði á grunnu, því fæstar fiskitegundir munu
leita upp þegar þær fá ótta af einhverju, svo varla