Andvari - 01.01.1879, Page 104
100
Kvæði.
Samt, Kleódamas minn kær! eg kann þjer ei hug
minn að dylja:
Ei kýs eg sumar þá sól oss svíður með glóandi
bruna,
Hausti eg heldur ei ann, þá helnæmar drepsóttir
geisa,
Stuggur mjer stendur af vetri, stormviðri, fjúkbyl
og gaddi,
En hið ástþreyða vor! — eg árlangt vildi það hjeldist.
pk eru ei frerar og frost og feiknalegt sólbráð ei
mæðir.
Allt lifnar aptur um vor og allt grær svo fagurt á
vorin,
Jafnt þegar líða yfir láð þeir ljósglöðu dagar og nætur.
B.
Til kvöldstj iirnunnar.
(Eptir Bíon).
Hesperos! heiðstjarnan blíð, þú gullblys elskunn-
ar gyðju !
Kvöldstjarna sldnandi skær! þú skrautnisti dimm-
blárrar nætur!
Jafnt sem þjer tekur fram tungl, eins tindrandi ber
þú af stjörnum.
Heill þjer, hugþekka ljós! til hirðis nú fer eg að
veizlu ;
Lýstu því mjer í stað mánans, sem miklu fyr tekur
að renna
J>essum frá degi, sem dvín ; eg dregst ekki á leið
til að stela,
Ei heldur síðförlum segg að sæta með vjel; það er
annað :
Mig dregur ást og þvi áttu með elsku mjer lið-
semd að veita.