Andvari - 01.01.1879, Blaðsíða 107
Kvæði.
103
Votkenndur vínviðarteinn veifi þar grænkvista fans
Fyrir þá andríku íþrótt, erinndæli söngvarinn framdi,
Mildur sem metinn var af Músum1 og Karítum
jafnt.
8.
Lciðl Anakreons2.
(Eptir Simonides).
Töfrasæl vínbjörkin væn, þú þrúgunnar mjöðgæfa
móðir!
þú, sem af frjósælu full flækir þín öngóttu lim,
Ypptu þjer upp yfir súlu Anakreons skáldsins
frá T e o s,
Græð þig og grænkandi prýð, góðskáldsins lágreistu
gröf,
Til þess að veiganna vin, hinn vínglaði, danskæri halur,
Glatt sem við gígjuna söng gjörvallar nætur um ást,
Nú þótt hann felist í fold sjer fái sem næst yfir höfuð
Vínberin lystug og ljós, lafandi á haustlegri grein ;
Maklega dögg þeirra deig þar drýpur, þvf skáldinu
gamla
Ljóðsöngvar liðu frá munn Ijúfari en sætasta vín.
IÍYÆÐI
á minningardegi þúaundára hátíðarinnar og stjórnarbót-
arinnar. (2. ágúst 1879).
Synir lands úr áttum öllum,
Einnar móður bömin trú,
Hjer á gleðifundi finnast
Frelsisdag að halda nú.
Ein er minning, ein er vonin,
Eitt oss tengir fjelagsband,
') Um Músur = sönggyðjur, og Karítur = þokkagyðjur eða
yndisgyðjur, sbr. Goðafr. 75.—77. bls.
a) Anakreon frá Teos í Ióniu var gleðinnar skáld og kvað um vín
og ástir fram á ellidaga. (Hann var uppi á 6. öld f. Kr.).