Andvari - 01.01.1891, Qupperneq 131
129
eigi geta veitt sér holla og nærandi fæðu á annan
hátt, er og slíkt allgott meltingarraeðal. í frakk-
neskum fangelsum, þar sem fangarnir höfðu erfiða
vinnu, en slæma fæðu, dóu fleiri en áður, þegar vín-
ögnin, sem þeim var ætluð, var tekin af þeim. En
allt annað mál er um heilbrigða menn, sem hafa gott
og nægilegt fæði. Heilbrigður magi vinnur sitt verk
án slíkrar hjálpar, og yrði slík nautn að vana, mundu
meltingarfærin leiðast til að taka á móti meiru en
líkaminn hefir gagn af. Þessi viðbót við næringar-
efnin hlýtur þá að ganga út gegn um lifrina, nýrun
og lungun, sem við það fá aukið og óhollt starf.
Menn eiga að varast að örfa þörf sína með óhófs-
vana. Að venja magann á örvandi meltingarefni,
eykur þörf hans á þeim, allt eins og ef menn venja
sig á svefnlyf, þá þarf stærri og stærri skammt; van-
inn gefur lystina, en bætir eigi ætíð þörflna, heldur
getur þörfln vaxið, og í þessum tilfellum getur hún
orðið að sjúkdómi. Menn geta neytt liífærin til að
vinna meir í einn tíma en annan, en þá fram kemur
ofþreyta á eptir, svo allt jafnar sig, nema miður
fari og líffærin veikist. En sérstaklega er vandfarið
með mænukerfið — því má sízt ofbjóða, það má sízt af-
laga eða trufla. Sé maður þreyttur og örmagna, á
maður að hvíla sig; eptir hvíldina eru kraptarnir
aptur nýir og ferskir; hitt er fásinna, að brúka þá
æsingarefni; með því bilast og eyðast kraptarnir og
tæmast loks með öllu. Áður fyrri ætluðu menn, að
»hjartastyrkingin« væri alveg nauðsynleg við erfiða
vinnu; nú vitum vér betur. Reynslan hefir marg-
sannað, að hófsmenn og bindindisfólk dugar betur
en þeir, sem meira og minna drekka áfenga drykki,—
reynslan, segi eg, heflr margsannað það, að þeir
þola betur áreynslu, hita, kulda, vökur og hvað sem
9