Vaka - 01.07.1927, Qupperneq 5
[vaka]
ÖRÆFI OG ÖRÆFINGAR.
I.
Einn hinn landfróðasti Islendingur, seni mi er uppi,
kvað einu sinni svo að orði við mig, að sá hefði ekki
séð ísland, sem hefði ekki farið um Skaftafellssýslu.
Reyndar liggur mér við að fullyrða, að svipað mætti til
sanns vegar færa um hvert hérað á landinu. Fjölhreytnin
er svo takmarkalaus, að varla er hægt að finna tvö
nauðalík bæjarstæði, hvað þá svipaðar sveitir. En samt
gæti það verið hyggilegt fyrir mann, sem færi hringferð
um sveitir landsins og vildi treina sér undrunina alla
leið, að byrja ferðina í Suður-Múlasýslu, fara norður
og vestur um land og geyma sér Skaftafellssýslu þangað
til seinast, ljúka förinni í Öræfum og Hornafirði.
Undir eins og kemur á Sólheimasand, þar sem
—• — Jökulsá spinnur úr jakatoga band
og jökullinn í hafið gægist niður,
finnur ferðamaðurinn, að hann er að koma í nýjan
heim. Og leiðin liggur um hið þröngva hlið, milli skrið-
jökuls og briingarðs. Áður var þar illur Þrándur í götu,
Fúlilækur, sem sagt er að hafi orðið fjórum tugum
manna að bana á tveim síðustu öldum. Nú er sú tor-
færa brúuð. Mýrdalurinn er að vísu ein hin vingjarn-
legasta og blómlegasta sveit, en þó er erfitt að gleyma
því, að hún er í helgreipum vanstilltrar náttúru. Enn
er skammt frá briminu við ströndina, sem hrotið hefur
portið á Dyrhólaey og sorfið utan af Reynisdröngum,
til jökulsins, sem mænir yfir sveilina. Og óhemjurnar
Hafursá og Klifandi. sem lagt hafa mikið graslendi