Vaka - 01.07.1927, Side 6
212
SIGUKÐUR NORDAL:
[VAKA.]
og fagurt í auðn, bera boð frá jökli til hafs. Fyrir
austan Mýrdalinn tekur við Mýrdalssandur. Aðkomu-
maðurinn gefur jöklinum hornauga og dettur ósjálfrátt
í hug erindi Bjarna:
Forðaslu að riða luinn feigðarsand,
i fjallinu er Katla og ætlar l)ér grand.
Hann herðir reiðina og vill vera sem skemmst á þessum
ömurlegu malarflesjum. En sandurinn er allt of hreiður
til þess að ríða hann í einum spretti. Hér er staður, þar
sem allir fara af haki, þótt ekki sé þar stingandi strá.
Það er breið bunga úr hraunhellum og sandi, þar sem
siður er, að liver vegfarandi hrófi upp dálitlu vörðu-
broti. Á þessum hól stóð til forna hærinn Laufskál-
ar í Dynskógahverfi. Þegar kemur yfir Hólmsá,
tekur Skaftártungan við, og enginn skógur ilmar betur
en hrislurnar í Hrífunesslandi eftir ferðina um Mýrdals-
sand. f Tungunni er hverl býlið öðru blómlegra, þó að
sandskaflarnir frá síðasta Kötlugosi sé enn ógrónir
fyrir utan túngarðana. En það er skömm leið um Tung-
una þvera. Við túnið á Ásum beljar Eldvatnið fram og
síðan tekur við Eldhraunið mikla, þar sem þræða verð-
ur brautina milli mosavaxinna klungra alla leið austur
í Landhrot. Fyrir ofan Landbrotið tekur Síðan við. Iiún
er nafntoguð fyrir fegurð og óvíða á íslandi er meiri
sveitasæla. Bæirnir standa undir lágum hlíðum, grösug
tún, engjaflæmi fyrir neðan, brekkur með grónum smá-
stöllum, sem Skaftfellingar kalla paldra, og móbergs-
helti fyrir ofan. En Öræfajökull gnæfir við austur og
setur tignarhrag á allt landið. Austur á Síðu má heita,
að allar torfærur sé hrúaðar, nema Þverá og Markar-
fljót. Þar er allfýsilegt að snúa aftur, fara upp Skaftár-
tungu og Fjallbaksveg hinn nyrðra, upp með Skaftá og
Eldhrauninu, fyrir norðan Torfajökul og Heklu ofan á
Land. Þá er riðið 18 klukkutíma um tómar eldstöðvar að
kalla má. Hvergi hef eg séð slíkar litahreytingar. Fellin