Vaka - 01.07.1927, Síða 10
216
SIGUllÐUR NORDAL:
[vaka]
þurft hefir að færa þá ofar. Hún er sýnu meiri og aga-
legri en Núpsvötn. Þar sem hún beljar i einum streng
fyrir neðan túnið í Skáftafelli, dökk og úfin, sollin um
miðjuna af straumþunganum, þykir manni furðu gegna,
að hún skuli vera riðin nokkur hundruð föðmum neðar.
En þar bi-eiðist hún út á sandinn og þar er lagt í hana.
Þeir, sem ekki eru aldir upp við slík vötn, standa ráðá-
Iausir eins og börn gagnvart þeiin. Vatnsmagnið er ótrú-
legt. Það tekur oft hér um bil klukkutíma að ríða Skeið-
ará, lengst af neðan á síðu og á miðjar síður. Straum-
urinn er svo þungur, að hesturinn má leggjast fast upp
í hann, til þess að láta hann ekki kasta sér, og það má
ekki dýpka mikið til þess að skelli yfir. Vatnið er nist-
andi kalt, svo að kuldinn smýgur allan fótabúnað. Á
þessum ám er ekkert vað. Þær breyta sér í sífellu. Það
verður að sjá á straumlaginu, hvar fært er í hvert skil'ti.
Sandbleytan er hættulegust. Það má oi't ekki muna hest-
breidd, hvort maður lendir í henni eða ekki. Þá vita
skaftfellsku hestarnir, hvað við liggur. Þeir brjótast um
eins og um lífið sé að tefla, og þá er ekki annað betra
fangaráð en að taka báðum höndum í faxið og hanga
meðan hægt er. Skaftfellingar riða sandvötnin sem
greiðast, bæði vegna kuldans og bleytunnar, hvetja hest-
ana og gefa þeim slakan taum, þvi ekki þarf að varast
stórgrýtið.
Það má fullyrða, að yfir Skeiðará fari enginn án fylgd-
ar nákunnugra manna. Frá Skaftafelli sést niður yfir
ána, þar sem vant er að ríða yfir hana. Eg gisti þar
nóttina áður en eg fór vestur yfir. Um kvöldið gátu
heimainenn sagt nákvæmlega, hvernig áin hefði legið á
hverjum tíma dags. Það var gaman að hevra þá tala um
ána við Svínfellinga. Þeir gátu rætt um hana tímunum
saman og sögðu aldrei annað en h ú n , eins og sum hjú
hafa sagt h a n n um húsbóndann og sumar konur um
menn sína. H ú n er höfuðskepna i lifi Öræfinga. Og
þeir hafa gert sér það að íþrótt og vísindum að þekkja