Vaka - 01.07.1927, Page 21
[vaka]
HORNRIÐI OG FJALLSPERRINGUR.
Suðurströnd landsins liggur, eins og kunnugt er, fyr-
ir opnu hafi. Er þar enginn vogur eða vík til afdreps
eða skjóls fyrir hinum æðanda austanvindi. Vatna-,
Mýrdals- og Eyjafjalla-jöklar draga hann til sín, en
bægja honum svo jafnframt frá sér, suður og vestur
með sjávarströndinni, uin Vestmannaeyjar og jafnvel
alla leið vestur um Reykjanes, þar til austanáttin mæt-
ir norðangarðinum, sem oft á tíðum leggur leið sina suð-
ur og meðfram Vestfjörðum. Suðurlandsundirlendið
liggur þá, á stundum, í víðáttumiklu lognsæbrigðabelti
milli þessara höfuðátta, austanstormsins og norðan-
garðsins.
Á vorum og sumruin, fram til haustnátta, mynda
austanvindarnir, fyrir atbeina jöklanna, ýmist stórfellt
regn eða helliskúrir, sem steypast vestur yfir allt Suð-
urlandsundirlendið að norðanverðu, en ná þó sjaldnast
ofar en upp á Rangárvöllu, á móts við Tindafjallajökul.
Norður al' Heklu er þá aftur á móti norðlægari vind-
staða, ýmist með þeyvindum eða þræsum á vorum, þurr-
viðrum á sumriim og frostum á vetrum. Er sú veðr-
átta nefnd „f jallsperringur", en sterkviðris-
strengurinn og dembuskúrirnar, niður við sjávarströnd-
ina, eru almennt nefnd „hornriði “. Því er og nefnt
hornriðaalda, hornriðabrim, hornriðasjór o. s. frv.
Nafnið hornriði er sennilega gamalt orð i málinu og
þekkist það víða á landinu, a. m. k. í Rorgarfirði og sunn-
arlega á Vestfjörðum, en þar mun ávalt vera átt við norð-