Vaka - 01.07.1927, Side 22
228
JÓN PÁLSSON:
[vaka]
lægari eða nokkru hærri átt en eystra, enda er hún þá
oftast þurrviðrasamari þar og kaldari*).
í illmúruðum hornriða og harðindatíð á vetruin
renna afarháar kviköldur og hvítfyssandi fallsjóir und-
an sterkviðrinu á vesturleið til djúpanna og valda ógur-
legu brimi við suðurströnd landsins, einkum i Eyrar-
bakkahugðunni. Eru kvikur þessar nefndar harðinda-
kvikur, enda jafnan fyrirboði mestu illtýruharðinda, og
brimið, sem undan þeim rennur, er kallað hornriða-
eða harðinda-brim.
1 þannig háttaðri veðráttu er oft lygnt nærri landinu
— Iognsæbrigði — og að eins andvari af norðri, og eykst
þá brimið ávalt því meir sem meira blæs á móti úr
gagnstæðri átt eða í aflandsvindi. Getur sá andhyglis-
háttur, milli hornriðans og há-áttarinnar, staðið svo
dægrum skiftir, unz hornriðinn verður að láta i minni
pokann, og útslétta er á lcomin, svo að hvergi örlar við
stein, engin agga sézt við landið og öræfasund öll eru
fær jafnvel mús á mykjuskán; en sjaldan stendur sú
ládeyða lengi, þvi undirdráttarveðrið — sem oftast er að
eins svikahler — með hornriðann í l'ararbroddi, er þá
oft, áður en varir, í aðsígi og lætur sjóinn sjaldan naður-
*) Gamall maður, Bjarni sál. Björnsson, bökbindari i Götu
viC Stokkseyri — hann var fóstri Bjarna sál. bróBur míns og
átti afasystur okkar, Þórdisi Sturlaugsdóttur, fyrir konu, — sagði
mér, að frá ómunatlð hefði sú saga i munnmælum vcrið þar
eystra, um nafnið á hornriðanum, að áður fvrri, þá er menn af
Austursveitum sóttu nauðsynjar sinar út á Bakkann, hafi þeir
riðið á meljum eða marhálmsdýnum og við hornístöð, — en það
tiðkaðist ekki á Bakkanum. — Fyrir þvi hafi Bakkamenn tekið
upp á þvi, að kalla þá „hornriða“, og siðan, 1 niðrunarskyni við
þá, látið þessa hvumleiðu veðráttu heita í höfuðið á þeim. Þeir
skírðu hana því hornriða og er hún talin einhver versta og lang-
vinnasta veðráttan í Flóanum og við sjávarsíðuna á Suðurlands-
undirlendinu, eins og að er vikið hér að framan. —
Bjarni Björnsson var fæddur 1808 og dó um 1890. Hann var
fjölfróður mjög, minnisgóður og mesti ágætismaður.