Vaka - 01.07.1927, Síða 26
232
JÓN' PÁLSSON:
[vaka]
ur togu8u austur að ferjustaðnum, en er þangað kom,
urðum við þess vísir, að flas okkar og flýtir var á-
stæðulaust, því ferjumennirnir höfðu haft snoðrænu af
okkur á útleiðinni um kvöldið, þó skuggsýnt væri, enda
fengið einhvern pata af því úr annari átt, að okkar
væri von.
Um óttuskeið var ofsarok á skollið með öskrandi
hornriða, sem hamaðist, eins og hans var von og visa,
í mörg dægur eftir þetta.
2. Hinn lö. marz 1895 var hvassviðri af norðri allan
fyrri hluta dagsins, en brimlaus sjór. Um miðmunda-
bilið lygndi svo, að öll skip úr veiðistöðunum milli
ánna (Þjórsár og Ölvesár), svo og Þorlákshöfn, réru
til fiskjar. Þeir, er síðbúnastir voru, sáu, er þeir fóru
úr landi, að dimman og drungalegan skýflóka dró upp
á Eyjafjallajökul, mor og mistur byrgði allt útsýni
frá Austurfjöllum fram til Vestmannaeyja og afar-
löng, en ofurlág, brimbára gekk að landi meðfram endi-
löngum skerjagarðinum, svo að segja í einu falli. A
rúmum stundarfjórðungi varð sjór allur svo albrima
og ófær í þrautasundum, hvað þá annarstaðar, að að-
eins fá skip fengu lent. Hin öll urðu að leita nauð-
hafnar í Þorlákshöfn og voru það nálægt sjö tygir
skipa, sem lentu þar, heilu og höldnu þó, þá um kvöld-
ið, en mörg þeirra þó eigi fyr en inyrkt var orðið af
nóttu.
Austur af Hafnarnesi er stór boði, sem Kúla heitir,
og fellur hún sjaldan nema í aftökum. í þetta sinn var
hún ótt og títt uppi og yfir Bredduna alla gengu lang-
armasjóir, alla leið sunnan frá nesinu og langt inn á
Skeið. Skipin, nærri öll, lentu i norðurvörinni, og tók
sjórinn eitt þeirra og skellti því á hliðina, langt upp á
Helluna (landfast sker) svo, að menn allir, er á voru,
gengu þurruin fótum úr því á land upp. Annað skip
dró sjórinn og straumurinn upp á Skarf (útfirissker,