Vaka - 01.07.1927, Qupperneq 27
[vaka]
HORNRIÐI OG FJALLSPERRINGUR.
233:
sem brimið svellur sífellt á) og losnaði skipið við það,
að skiphaldsmenn fóru, sinn á hvort borð, utanundir
það og ýttu því út, en nærri var það sokkið, vegna
leka, er að landi kom. Snarræði þessara skiphalds-
manna hefir lengi verið við brugðið fyrir vikið og telja
vist flestir, er kunnugir eru um þessar slóðir, að ó-
hugsandi sé, að Skarfur skili skipi og mðnnum aftur
á heilu húfi Lil lands, ef svo skyldi vilja til, að þeir
steyttu á honum, jafnvel þó um lítið brim væri að ræða,
hvað þá í slíkum aftökum sem þarna voru þennan dag.
Undanfari foráttu þessarar var í fyrstu hægur vindur
af norðri, meðfram allri sjávarströndinni, en jókst svo
á skömmuin tíma, er á daginn leið, að hvinandi aust-
anrokviðri var i Vestmannaeyjum, og svo langt vest-
ur á við til djúpanna, að sjór var illsætur út við
Reykjanes.
Eins og áður er að vikið, var langt á kvöld liðið, er
skip öll höfðu náð lendingu i Þorlákshöfn, og var þá
slolað mjög stórsjóunum, enda hellti Jón sál. Árnason,
sem þá bjó þar, mörgum tunnum af grút og lýsi í var-
irnar og lægði það sjóinn injög; ljósker hafði hann
og mörg í landi til leiðbeiningar við lendinguna, ella
hefði hún ekki tekizt svo vel, sem raun varð á, i nátt-
myrkrinu og brimærslunum. Asfiski mikið var alstaðar
þar eystra þennan dag, svo að altitt var að andinn*),
*) Ávalt, þá er lóðir voru dregnar inn, sat einn skipverja
á skorbita og krækti 1 fiskinn, afgoggaði hann og blóðgaði um
leið. Kallaði hann ])á oft til þeirra, er undir árum sátu og
ekki áttu kost á að sjá, hverju fram færi aftur á sltipinu, og
ekki höfðu annars að gæta en þess, að vel færi á lóðinni, svo og
þess, að halda skipinu i réttu horfi, hafa („hálfa hönd“) áfram
eða láta liara, svo að niðurstaða væri á lóðinni eða hún bugaði
frá borði, — þessi hughressandi hvatningarorð: „Einn fer úr
botni, piltar! (þ. e.: einn fiskur sást niðri í sjónum). „Tveir eru
þeir!“ „Andinn (3), prikið (4), veðrurnar (5), liroddurinn (6),
lestin (7), seilin" (8) og þaðan af meira, ef svo langt var talið
og skvgni gott). — í stað siðustu orðanna (5—8 o. s. frv.) sagði