Vaka - 01.07.1927, Side 32
ÁGÚST BJARNASON:
[vakaI
238
sína 1848 og til þess, er vér öðluðumsl stjórnarskrá
vora og fjárforræði 1874, heimastjórn 1903 og loks
fullveldisviðurkenningu vora 1918. En óhætt er að full-
yrða, að upp úr þjóðhátíðinni hefjist nýr þáttur í sögu
vorri, sannkölluð aldahvörf. En þá kemur að þeirri
miklu spurningu, hvort vér höfum verðskuldað fjár-
forræði það og sjálfforræði í sérmálum, sem vér þá öðl-
Uðumst, og hvort vér, eins og Jónas kvað, höfum
---------------gengið tii góðs
götuna fram eftir veg? —
„Hvað er þá orðið okkar starf“, ekki í þau „sex hundruð
sumur“, sem hann kvað um, því að þau höfðu að eins
leitt yfir oss sívaxandi hnignun og afturför, heldur i
þau liðug f i in m t í u s u m u r , er vér höfum haft fjár-
forræði vort og sjálfir að mestu farið með vor eigin
mál ?
Réttast mun, áður en ég reyni að svara þessari spurn-
ingu, að lita sem snöggvast yfir auðnina miklu að baki,
þessi „sex hundruð sumur“, seni vér vorum komnir upp
á páfans, konungsins og kaupmannsins náð.
Þá hafði ekki verið lagður neinn vegarspotti í land-
inu annar en sá, sem annaðhvort mannsfóturinn, klaufin
eða hófurinn höfðu troðið; ekki byggð brú nerna ein-
staka trébrúarnefna, eins og hlemmurinn á Brúará, og
torfbrýr yfir verstu farartálma í fenjum og niýrum, og
þá jafnan þar, sein styzt var yfir; engin stórhýsi né
byggingar nema „stofurnar" fjórar, á Bessastöðum, í
Laugarnesi, Læknisnesi og Viðey, embættismannahú-
staðir, sem konungsvaldið hafði látið eftir sig. og svo
„tukthúsið“ gamla, sem nú er orðið að stjórnarráðs-
húsi, og fáein hús önnur. Báðir biskupsstólarnir voru
fallnir og öll hin fornu klaustursetur rúin, en hokrað á
jörðunum vísvegar um land í fátækt og basli, fisk-
veiðar stundaðar mestmegnis á opnum bátum hringinn
i kringuin strendur landsins, og sjálf þjóðin kúguð og,
hæld og fákunnandi í öllum greinuin.