Vaka - 01.07.1927, Síða 33
vaka]
FRAMFARIR SÍÐUSTU 5(1 ÁRA.
239'
Svona var ástatt, þá er Danir skildu við landið. En
hvernig er umhorfs nú og hverju hpfum vér fengið á-
orkað í þau fiimntíu ár, sem vér höfum farið með vor
eigin mál?
Eg veit ekki til, að þessari spurningu hafi verið svar-
að lil nokkurrar hlítar áður, né heldur, að gerð hat'i
verið tilraun til að draga allt það saman á einn stað,
sem um þetta mætti segja. En nú ætla ég með góðfús-
Jegri aðstoð þeirra manna, sein eru þessum málum
kunnugastir, að grýta yður, tilheyrendur mínir og les-
endur, með gleðilegum óljúgfróðum tölum, tölum sem
tala skýrara máli en nokkuð annað, sem ég gæti látið
yður í té, um leið og ég lýsi litillega framförum þeim,
umbótum og mannvirkjum, sem orðið hafa til hér á
landi frá 1874—1924. Raunar ná hagskýrslur vorar ekki
lengra aftur en til 1880, en nokkrar áreiðanlegar tölur
má þó einnig finna fyrir þann tíma. Enn er til fyrsta
fjárlagafrumvarp vort og hljóðaði það upp á eina 100
þúsund ríkisdali eða 212,000 króna í nútíðarmynt. Nvi
eru fjárlög vor el'tir 50 ár komin á 11. og 12. millíón
króna á ári, og er það i sjálfu sér ekki lil að hæla sér
af, því að mörg er þar óþarfafúlgan úti látin nú orðið
og lítur helzt út fyrir, að sem fleslir vilji komast á
landssjóðinn; en á hinn bóginn hefir þó verið stofnað
til flestra af þjóðþrifafyrirtækjum vorum með lands-
sjóðsstyrk, allra nema sumra stærstu atvinnufyrirtækj-
anna, og ekki veit ég, hvar vér hefðum staðið nú í menn-
ingarlegu tilliti, ef þessar sivaxandi fjárhæðir hefðu ekki
verið veittar þing eftir þing til þess að byggja brýr, vegi
og síma, til landbúnaðar, sjávarútvegs og samgangna,
til heilbrigðismála, uppeldismála, skóla o. s. frv. Þó má
of mikið að öllu gera og mikil spurning, hvort mörgu
af þessu mætti ekki koma fyrir með ódýrara hætti en
nú og þannig, að ekki lenti allt á kynslóð þeirri, sem nú
er uppi. En um það síðar. Og nú mun bezt að fara að
telja fram nokkuð af þvi, sem gert hefir verið síðustu