Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 35
tVAKA]
FRAMFARIR SÍÐUSTU 50 ÁRA.
241
vorir stunduðu hana allmjög eftir örnefnum og öðru að
dæma, og svinaræktin gæti orðið oss hinn mesti bú-
hnykkur. Ekki hefir heldur verið reynt að flytja inn
sauðnaut (moskusuxa), þótt það gæti orðið til stórmik-
ils hagnaðar fyrir landsmenn. Og alifuglarækt er enn
lítil.
Útflultar búsafurðir námu árið 1885 kr. 1.842.000
en ................... - 1925 — 7.500.000
og átti þó hið lága ullarverð þá mikinn þátt í lélegri
útkomu.
Áætlaðar tekjur af búfjáreign landsmanna voru
1907 ......... kr. 8.281.000
1921 ......... — 29.202.000
Þá er nú flest af því talið, sem til Iandbúnaðar heyrir.
Er hér náttúrlega um nokkra framför að ræða, en þó
ekki nærri eins mikla og búast hefði mátt við. Bændur
fá þó ólíku meira nú fyrir afurðir sínar en áður. Talið
er, að þeir framleiði í meðalári ca. 40 millíónir lítra af
kúamjólk, og sé lítrinn reiknaður á 30 aura, verða
þetta um 12 mill. króna. Þeir selja um 5500 hross til
útflutnings og afsláttar. Fyrir sláturafurðir nautpen-
ings og sauðfjár fá þeir liðuga 1 mill. króna. Þeir fram-
leiða um 5,2 mill. kg. sauðakjöts, 1 mill. kg. af gærum,
577 þús. kg. smjörs og 1 mill. kg. ullar. Af jarðar-
ávöxtuin framleiða þeir ca. 25.000 tn. af kartöflum og
9.000 tn. af rófum. En alla framleiðsluna má meta á
hér um bil 30 millíónir króna árlega.
Framfarir þesar hafa kostað töluvert bæði í vinnu og
fjármunum, en af þeim hefir ríkissjóður ekki lagt hvað
minnst fram. Auk þeirra 2 millíóna lcróna, sem hann
er þegar búinn að leggja í áveitur, sem þó ekki enn eru
komnar til neinna verulegra nota, mun hanú hafa veitt
alls um 4 mill. króna til búnaðarmála, síðan vér feng-
um fjárforræðið. Búnaðarfjelaginu eru nú fengnar um
200 þús. kr. á ári til forráða, en af því fer að minnsta
kosti % hluti til launa landbúnaðarráðunauta. Eftir
16