Vaka - 01.07.1927, Page 39
[vaka]
FHAMFARIR SÍÐUSTU 50 ÁRA.
245
og jarðskjálftar, granda þeim ekki. En langdýrasta og
ein nýlegasta brúin, brúin yfir Jökulsá á Sólheima-
sandi, byggð 1921 fyrir 274 þús. króna, liggur nú
þegar undir skemmdum fyrir það, að jökulloftið leysir
af henni alla málningu.
Eitthvert stærsta framfarasporið, er stigið var strax
og stjórnin fluttist inn í landið, var b y g g i n g 1 a n d s -
símans. Aðallínunni var lokið 1906 og kostaði hún
þá tæpar 600.000 lu\, en síðan og fram til 1924 hefir
verið varið til símans liðugum 4 mill. króna, sem hann
hefir margborgað bæði beint og óbeint í símatekjum og
auknum viðskiftum. Lengd símans var 1924 orðin 2715
km.; en lengd allra þráða 8040 km. Landssímastöðvar
eru orðnar 188 talsins, þar af 5 loftskeytastöðvar, auk
20 eftirlitsstöðva, svo að alls eru stöðvarnar um 208
talsins eða jafnvel fleiri nú. Langlínusamtöl innanlands
voru 1924 um Vz millíón viðtalstímabil, símskeyti innan-
lands um 120.000, milli íslands og útlanda um 111.000,
en alls fóru um 2 millíónir orða milli íslands og annara
landa um síinann 1924. Hvern skyldi hafa órað fyrir
þessu, þegar landssíminn var lagður og það var af sum-
um talin þjóðarógæfa að leggja hann? Sannleikurinn er,
að hann hefir orðið hin öflugasta lyftistöng vor í verzl-
un og viðskiftum, og óráð er það, ef nú á að fara að
riigla honum hálfbyggðum saman við póstmálin, nema
að svo miklu leyti sem unnt er að sameina síma- og póst-
stöðvar víðsvegar um land.
Til húsabygginga á ríkiskostnað hefir og all-
miklu fé eða allt að 5 mill. króna verið varið, síðan vér
fengum heimastjórn, þar af til skólabygginga viðsvegar
um land um 1 mill. króna, til sjúkrahúsa og læknisbú-
staða liðugri 1 mill. kr. og nú miklu meiru einmitt síð-
ustu árin; til kirkna og prestsetra V2 mill. kr., til vís-
indasafna og lista um V2 mill. kr. og til ýmissa annara
bygginga frain undir 2 mill. kr. Nú er farið að byggja
stærsta stórhýsið, sem ráðizt hefir verið í hér á landi,