Vaka - 01.07.1927, Side 42
248
ÁGÚST BJAHXASON:
[vaka]
enda reyndi nú brátt á, hversu nauðsynlegt þetta vai\
þá er heimsstyrjöldin skall yfir 8 inánuðum síðar. Óvíst
er, hvernig farið hefði fyrir oss á stríðsárunum, ef vér
hefðum ekki notið vöruflutninga Eimskipafélagsins og
þeirra þriggja skipa, sem landið þá keypti, því að senni-
lega hel'ði það Sameinaða, hefði það verið eitt um hit-
una, ekki farið að ómaka sig alla leið til Ameríku og
víðar. Þannig reyndist þá Eimskipafélagið hjargvættur
vor þegar á fyrstu árum þess og sannaði oss þá það,
sem vér raunar fyrir löngu máttum vita, að skipalausir
megum vér ekki vera. Þó eru enn sumir kaupinenn vorir
svo „góðir“ íslendingar, að þeir láta erlendu félögin
sitja fyrir með alla vöruflutninga.
Hér skal nú ekki sagt nánar frá hag og rekstri Eim-
skipafélagsins*) né heldur „Iandssjóðsútgerðinni“ svo
nefndu, sem sjálfsagt hefði mátt betur haga, en að eins
bent á það, að ef erlend eimskipafélög eins og t. d. það
„Sameinaða" og það „Bergenska“ hefðu verið ein um
alla eða mestalla flutninga vora milli landa þessi 10 ár,
sem liðin eru, þá hefðu þau auðvitað hirt öll farm-
gjöldin. En hvað hafa nú Eimskipafélagið og ríkis-
sjóður fengið samtals í farmgjöld af skipum sínum?
Farmgjöld „Eimskips“ liafa 1915—24 numið 19.390.H47 kr.
— iandssjóðsútgerðar 1917—24 — 12.623.086 —
Þetta eru samtals 32.013.733 kr.
Iiðugar þrjátíu og tvær millíónir króna, sem allar eða
mestallar hefðu runnið í vasa útlendinga, að frádregn-
um hafnargjöldum og uppskipunargjöldum, ef vér hefð-
um ekki átt þenna skipakost. Og hver veit, hversu há
farmgjöldin hefðu orðið, ef hin erlendu félög hefðu
verið ein um hituna, að ég' nefni ekki þá óbeinu trygg-
ingu fyrir sjálfstæði voru og afkomu, sem Eimskipafé-
lagið veitir á óaldartímuin.
*) Sbr.: H.f. Eimskipafélag íslands. Yfirlit yfir 10 ára starf-
semi 1915—24.