Vaka - 01.07.1927, Page 48
254
ÁGÚST BJARNASON:
[vaka]
taki sér mikið frain frá því, sem er, um verklega kunn-
áttu og vöruvöndun. Sennilega yrði þó þá þessi unna
vara ekki lengur skrifuð á reikning landbúnaðar, held-
ur á reikning iðnaðar þess, sem nú er að rísa i land-
inu. En það gerði ekkert til. Keppikefli vort á kom-
andi árum ætti að verða það, að vér getum framleitt
vöru fyrir jafnmargar millíónir króna eins og vér er-
um þúsundir í landinu og helzl meira. 1923 framleiddu
Bandaríkjamenn sem svaraði 500 dölum á mann, það
voru 1860 krónur á hvert mannsbarn í landinu. Vér vor-
um ekki fjarri jjessu 1924; þá framleiddum vér liðug-
ar 86 mill. króna í útfluttri vöru auk þess, sem neytt
var í landinu sjálfu. íslendingar geta það, sem beztu
þjóðir geta, ef þá brestur ekki kunnáttuna og þolgæðið.
Sparifé landsmanna. En hvað skyldu nii
landsmenn hafa haft upp úr þessum útflutningi sínum
og atvinnurekstri innanlands? Fyrst og fremst framfarir
þær, sem að framan eru greindar; í öðru lagi sparifé
sitt, sem ætti að geta orðið afl til nýrra framkvæmda, og
í þriðja lagi framfæri sitl og eyðslueyri. Lítum á spari-
féð. Það vill svo vel til, að hér er líka um gleðilega og
stórmikla framför að ræða á síðustu 50 árum.
Fyrsti sparisjóður á íslandi var „Sparisjóður Múla-
sýslu“, stofnaður 1868, en hann dó aftur um 1870. Þá
var „Sparisjóður Reykjavíkur“, stofnaður 9. marz 1872
fyrir forgöngu Árna Thorsteinsons landfógeta, Ilalldórs
Guðmundssonar adjúnkts o. fh, og svo hver á fætur öðr-
um efir því sem segir í C-deild Stjórnartíðindanna, 1892:
S p a rif é sparisjóða
Arið 1873: Sparisjóður Reykjavíkur .................... 13.610 kr.
— 1880: 5 sparisjóðir ............................ 240.442 —
— 1890: 13 sparisjóðir .............................. 774.345 —
— 1897: 23 sparisjóðir ........................... 1.747.411 —
En eftir því, sem Hagstofan skýrir frá, var: