Vaka - 01.07.1927, Page 54
260
Á. 15.: FRAMFARIR SÍÐUSTU 50 ÁRA.
[vaka]
ingjalýðs þessa lands frekar en óhófs- og lausingjalýðs
annara landa. Hann er alstaðar eldur í búi hverrar þjóð-
ar. En gott væri, ef hinir gætnari karlar og konur færu
að sjá að sér í þessu efni og reyndu að minnsta kosti
að koma eyðslunni niður um helming eða eitthvað svip-
að því og hún var fyrir 1918.
Ég er enginn meinlætamaður og ann hver jum manni
að gera sér glaða stund endrum og eins. En mér ógar
við, ef vér förum að eyða 7 mill. króna á ári í tóma
munaðarvöru. Fyrir helming þessa gætum vér þegar á
fyrsta ári keypt björgunarskip eða björgunarbáta til
þess að bjarga einhverjum af þeim 100 mannslífum eða
þar yfir, sem árlega fara i sjóinn. Fyrir tveggja ára
sparnað, eða um 7 mill. kr„ gætum vér sjálfir hyggt
járnbraut alla leið austur að Þjórsárbrú. En með 10—15
ára sparnaði gætuin vér safnað oss þeiin höfuðstól, á að
gizka 50 mill. króna, sem þyrfti til þess að tryggja all-
an landslýðinn gegn slysum og elli og gerði landið sjálft
fjárhagslega sjálfstætt í bráð og lengd.
Með ógætni þeirri í fjármálum og eyðslu þeirri, sem
nú á sér stað, er vafasamt, hvort vér eigum hið nýfengna
sjálfstæði vort skilið eða getum haldið því. En ég vona,
að íslendingar vilkist fljótt í þessu efni sem öðrum og
að þeir sjái sér bráðlega farborða.
Áyúst H. Bjarnnson.