Vaka - 01.07.1927, Page 55
[vaka]
STJÓRNARSKRÁRMÁLIÐ.
Inngangsorð. Alþingi hið síðasta samþykkti
breytingar nokkrar á stjórnarskrá landsins. Breyting-
ar á stjórnarskipunarlöguin þykja hvervetna allmiklum
tíðindum sæta, og liggja til þess góðar ástæður og gildar.
Þau eru grundvöllur allrar réttarskipunar þjóðanna og
njóta því viðast hvar meiri helgi en önnur lög. Mun það
víðast talin sjálí'sögð stjórnmálaregla, að þeim skuli eigi
breytt nema veruleg nauðsyn krefji, og að þá skuli sér-
staklega vel til breytinganna vandað. í stjórnarskrá
vorri kemur það í Ijós með ýmsum hætti, að stjórnar-
skipunarlögin skuli njóta meiri helgi en önnur lög.
Stjórnarskránni verður þannig ekki breytt með sama
hætti og almennum lögum. Til að breyta þeim nægir
samþykki eins Jiings. Til að breyta stjórnarskránni Jiarí'
samhljóða samþykkt tveggja þinga, og skal þingrof og
almennar kosningar fara fram milli þinganna. Svo vel
skal lil breytinganna vandað. Konungi er gjört að skyldu
að vinna eið að stjórnarskránni og sama máli gegnir
um alþingismenn og embættismenn. Slíkra eiða er ekki
krafizt af þeim að neinum öðrum lögum, og er þetta
Ijós vottur Jiess, hve miklu meira máli það þykir skifta,
að stjórnarskráin sé haldin en önnur lög. Almenn lög,
sem brjóta i bág við stjórnarskrána, eru metin ógild af
dómstólunum. Helgi stjórnarskrárinnar lýsir sér í öllu
Jiessu.
Af þessum ástæðum mætti ætla, að stjórnarskrár-
málið væri mikið rætt nú undir kosningarnar. En svo
er ekki. Það hefir verið merkilega hljótt um það fram