Vaka - 01.07.1927, Page 57
STJÓRNARSKRÁRMÁLIÐ.
263
[vaua]
væru um of alvarleg efni og verður þessi grein Iíklega
í þeirri tölu. Get ég þessa, svo að þeir lesendur, sem ekki
þola þessháttar þungmeti, vari sig og hætti lestrinum
þegar hingað er komið.
Breytingarnar. Stjórnarskrárbreytingarnar, er
síðasta þing samþykkti, lúta aðallega að tveiinur atrið-
um, þinghaldinu og landskjörinu. Breytingarnar eru
þessar:
1. Reglulegt Alþingi skal haldið annaðhvert ár, í slað
þess, að nú skal það haldið á hverju ári. Af þessu leið-
ir það, að fjárlög verða sett til tveggja ára í senn, í stað
þess, að nii eru þau sett til eins árs.
2. a. Kjörtími landskjörinna þingmanna skal vera 4
ár í stað 8 ára nú.
b. Landskjörnir þingmenn slculu allir kosnir i einu í
stað þess, að nú eru þeir kosnir í tveimur flokkum, 3
i senn, 4. hvert ár.
c. Þingrof skal einnig ná til landskjörinna þing-
manna, en nú fellur umboð þeirra eigi niður þó þing
sé rofið.
d. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá skal kjósa
varamenn landskjörinna þingmanna jafnmarga og þing-
mennirnir eru. Þessu er lneytt á þann veg, að heimilt
verður að ákveða, að varamenn verði kosnir fleiri en
þingmennirnir.
e. Kosningarréttaraldur- og kjörgengis við landskjör
verði 30 ár í stað 35 ára nú.
f. Umboð landskjörinna þingmanna og varamanna
falla niður við næstu almennar Alþingiskosningar eftir
9. júlí 1930. Landskjörið, sein fara ætti fram sumarið
1930, frestast því til næstu almennra Alþingiskosninga
þar á eftir.
3. Af öðrum breytingum skal þess eins getið, að veitt
er heimild til að ákveða, að varamenn skuli kosnir fyr-
ir þingmenn Reykvikinga.
Þessar eru breytingarnar, og væri synd að segja, að