Vaka - 01.07.1927, Side 58
ÓLAFUH LÁRUSSON:
[vaka]
5!64
þær séu róttækar eða líklegar til mikilla byltinga í þjóð-
lífi voru. Áður en vikið verður að ástæðunum til þess,
að þær voru gerðar, og gildi þeirra, skal drepið stutt-
lega á sögu málsins á undanförnum þingum.
S t j ó r n a r s k r á i n 19 2 0. Þegar sambandslögin
voru gengin í gildi, var nauðsynlegt að endurskoða
stjórnarskrána. Alþingi 1919 samþykkti því frumvarp til
breytinga á stjórnarskránni og var það frumvarp síðan
samþykkt óbreylt á þinginu 1920, eftir að þingrof og nýj-
ar kosningar höfðu farið fram. Var stjórnarskráin sið-
an slaðfest al' konungi 18. maí 1920. Af meðferð stjórn-
arskrármálsins á þessum þingum skal það eitt sagt hér,
að báðar deildir þingsins afgreiddu málið með afbrigð-
um frá þingsköpunum, bæði 1919 og 1920, m. ö. o. töldu
það sæma, að þetta mál sætti óvandaðri meðferð en til
er ætlazt, að almenn lög sæti venjulega. Verður eigi not-
að vægara orð um þá málsmeðferð en að kalla hana
hneykslanlega, og er þetta átakanlegur vottur um létt-
úð og skort á ábyrgðartilfinningu hjá fulltrúum þjóðar-
innar. Þjóðin var að byrja æfi sina sem sjálfstæð þjóð,
og fulltrúar hennar og trúnaðarmenn voru að leggja
undirstöðuna að framtíð hennar, og þeir vönduðu svona
vel til þess verks. Þegar svona var í pottinn búið, var sizt
að undra, þó skammt yrði þess að bíða, að tillögur yrðu
gjörðar um breytingar á stjórnarskránni. Það er og mála
sannast, að stjórnarskráin frá 1920 stendur til bóta í
mörgum efnum, og ég get ekki talið það neina goðgá, þó
henni væri breytt, jafnvel þó svo skammt sé síðan hún
var sett, ef breytingarnar væru til verulegra bóta. En
hitt er óhæfilegt, að hringla með lög eins og stjórnarskrá
landsins vegna breytinga, sem ekki eru annað en hé-
góminn einn.
F r u mv a r p Magnúsar Gu ð m u n d s s o n a r
1 9 2 3. Sú varð raunin á, að þess var eigi langt að bíða,
að tillögur kæmu fram um brevtingu á stjórnarskránni.
Á þinginu 1923 baj Magnús Guðmundsson fram frum-