Vaka - 01.07.1927, Síða 60
266
ÓLAFUR LÁRUSSON:
[vaka]
hvaða breytingartillögur mundu koma fram. Framsókn-
arinennirnir vildu eigi kannast við þetta á eftir, en í
raun og veru segja þeir hið sama í nefndaráliti sínu.
Við aðra uinræðu var bæði ráðherrafækkunin og þinga-
fækkunin samþykkt. Tillögur Magnúsar Péturssonar
voru flestar felldar. Þó var samþykkt sú tillaga hans, að
þeginn sveitarstyrkur skyldi eigi svifta menn kosning-
arrétti til Alþingis. Við þriðju umræðu fór aftur á móti
svo, að frumvarpið var fellt með 16 atkv. gegn 12.
Greiddu atkvæði með því allir Sparnaðarbandalagsmenn,
en hinir allir á móti.
Alþingi 1924. Á Alþingi 1924 komu fram tvö
frumvörp um breytingu á stjórnarskránni, bæði í efri
deild. Annað frumvarpið bar Jón Magnússon fram, hitt
Framsóknarmennirnir í deildinni, 5 að tölu. Voru þetta
fyrstu þingmannafrumvörpin, sem komu fram á því
þingi. Bæði voru frumvörpin borin fram í sparnaðar-
skyni. í frumvarpi Jóns Magnússonar voru tekin upp að-
alatriðin úr frumvarpi Magnúsar Guðmundssonar frá
1923, fækkun ráðherra og þinga og lenging kjörtímabils,
og bætt við nokkrum smábreytingum, svo sem því,
að landritara-embættið skyldi endurreist, að hæstirétt-
ur skyldi úrskurða um lögmæti Alþingiskosninga, og
að umboðsstarfslausir dómarar skyldu kjörgengir lil Al-
þingis. í fruinvarpi Framsóknarmanna fólust þær breyt-
ingar, að ráðherrar skyldu vera tveir, og að þing skyldi
haldið annaðhvert ár. Var því eigi samkomulag milli
aðalflokkanna, nema um eitt atriði, fækkun þinga.
Málið fór til allsherjarnefndar og náðist þar eigi sam-
komulag um það. Við aðra umræðu var frumvarp Jóns
Magnússonar samþykkt í öllum aðalatriðum. Við þriðju
umræðu komu tveir Framsólcnarmenn, Einar Árnason
og Guðm. Ólafsson, fram með breytingartillögu þess
efnis að fella niður landskjörið, og var hún samþykkt.
En að því búnu fékk málið þau undarlegu úrslit, að
fruinvarpið féll með 7 atkvæðum gegn 7 og greiddu nú