Vaka - 01.07.1927, Qupperneq 67
Jvaka]
STJÓRNARSKRÁRMÁLIÐ
273
gjöld, geta brugðizt og bregðast allt af meira eða minna.
En það er næsta mikilsvert, að þaii' séu svo nærri réttu
lagi sem frekast er unnt, og á þetta þó einkum við um
það, að tekjurnar reynist eigi minni en þær eru áætl-
aðar og gjöldin eigi meiri. Það er auðskilið inál, að því
örðugra er að spá fram í tímann, þvj lengra sem spá-
dómurinn á að ná, og að það er erfiðara að gizka á tekj-
ur og gjöld næstu tveggja ára en á tekjur og gjöld næsta
árs eins. Síðan 1904 hafa bæði tekjur og gjöld fjárlag-
anna ávalt orðið hærri á landsreikningnum en þau voru
áætluð í fjárlögunum. Fer hér á eftir tafla er sýnir, hversu
miklu skakkinn hefir numið, og nær hún að eins til þeirra
tekju- eða gjaldaliða, sem áætlaðir hafa verið á fjárlög-
unum, en tekur ekki til annara liða á landsreikningnum.
Tekjur fara (íjöld l'ara
Fjárhagstimabil : fram úr áætlun fram úr áætlun
um um
1904—1905 33„ % 0,3%
1906—1907 45,t— 8 —
1908—1909 6 —
1910—1911 18 — 13,,—
1912—1913 37, 17,3—
1914—1915 4,»—
1916—1917 33,,t— 30, „—
1918—1919 108,s— 259,7—
1920—1921 123,,— 121,„—
1922 22,,— 6,„—
1923 11,r,— 14,3—
1924 31,— 21,o—
1925 49,3— 23,o—
Taflan sýnir, að tekjurnar hafa nálega alltaf farið
meira fram úr áætlun en gjöldin, enda var það lengi
venja þingsins að áætla þær varlega. Taflan sýnir lika,
hvernig tveggja ára fjárhagstíinabilið reyndist á dýrtíð-
arárunuin 1918—1921 og hversu miklu meiri festa kemst
á áætlanirnar strax og farið er að gjöra fjárlög til eins
árs. Taflan sýnir það eitt, hverju skakkað hefir á áætl-
unarliðum fjárlaganna, en ekki hver munur hel'ir orðið
18