Vaka - 01.07.1927, Qupperneq 68
274
ÓLAFUR LÁRUSSON:
[vaka]
á heildaráætlun fjárlaganna um tekjur og gjöld og heild-
arútkomu tekju- og gjaldahliða iandsreikningsins. En
munurinn á þessu siðast nefnda hefir oft orðið miklu
meiri, af því að þar koma til greina bæði nýir tekjulið-
ir, er fjárlögin hafa eigi gjört ráð fyrir, og nýir gjalda-
liðir t. d. greiðslur skv. fjáraukalögum. Á landsreikn-
ingnum 1918—1919 er sá munur agalegastur. Fjárlögin
áætluðu tekjurnar 4 mill. og 700 þús. kr., en landsreikn-
ingurinn sýnir 27 mill. tekjur, þar með taldar 11 mill.
i nýjum lánum. Munurinn á gjaldaáætlun fjárlaganna
og útkomum þeirra liða á landsreikningnum varð 14
mill. og 400 þús. og við það bættust nál. 7 mill. útgjöld
skv. fjáraukalögum, þingsályktunum og sérstökum lög-
um, en gjöldin öll höfðu verið áæ.tluð rúml. f>y2 milL
Þetta var nú að vísu á verstu verðhækkunartímunum,
en útkoman hefði vafalaust orðið önnur hlutfallslega,
ef fjárhagstímabilið hefði þá verið eitt ár. Ég hygg, að
fáir geti mælt á móti, að tveggja ára fjárhagstima-
bilið reyndist stórkostlega illa á þeim árum. Gjaldaáætl-
anirnar reyndust allt of lágar og vanrækt var að sjá fyrir
auknum tekjum. Alþingi varð of seint á sér með tekju-
aukalögin, a. m. k. fyrstu dýrtíðarárin. Vegna þessa
varð ríkið að safna meiri skuídum en ella hefði þurft,
Lánsþörf ríkisins ýlti undir hina ógætilegu seðlaútgáfu,
sem margt illt hefir af hlotizt, en á hinn bóginn var van-
rækt að leggja skatta á stríðsgróðann, meðan hann var
enn þá til, og varð rikið þar af réttlátum skatttekjum.
Tveggja ára fjárhagstímabilið átti vissulega sinn þátt i
fjárhagsörðugleikunum, sem dundu yfir landið eftir ó-
friðinn. Dýrtíðarárin voru að vísu óvenjulegir tímar, og
mundi því verða sagt, að reynslan, er þá fékkst, sannaði
lítið. En þess er að gæta, að enn er hvergi nærri komið
jafnvægi á fjármálin eftir röskun stríðsáranna, og í
annan stað er öll starfsemi ríkissjóðsins nú langtum um-
fangsmeiri en hún var fyrir ófriðinn. í því efni nægir
að benda á það, að í fjárlögunum fyrir 1928, sem að eins