Vaka - 01.07.1927, Side 72
278
ÓLAFUR LÁRUSSON:
[vaka]
réttar- og kjörgengisaldur er færður að eins niður í 30
ár, og er það blátt áfram hlægilegt að vera að gjöra
þann mun, úr því sem komið er. Þessar breytingar eru
allar til bóta. Það er og til bóta að eigi þurfi sérstök
kosning að fara fram um land allt, með allri þeirri fyrir-
höfn og umstangi, sem henni er samfara, þó svo vilji
til, að báðir falli frá eða forfallist landskjörinn þing-
inaður og varamaður hans. En allar eru breytingar þess-
ar svo smávægilégar, að þær réttlæta ekki stjórnarskrár-
breytinguna.
Ákvæðið um að fresta skuli landskjörinu, sem fara
á fram sumarið 1930, var rökstutt með því, að óheppi-
legt væri, að kosningar færu frám meðan hátíðahöldin
vegna 1000 ára afmælis Alþingis stæðu yfir. Má vel
vera, að veizluspjöll hljótist af því, og eins kann sum-
um að virðast það nokkuð vafasamt, hver sómi minn-
ingu forfeðranna er sýndur með því, að leika slíkan
leik við það tækifæri. En þetta er misráðið. Vér eiguin
einmitt að láta kosningar fara fram þá, og haga þeim
svo, að Úlfjótur og samtíðarmenn hans þyrl'tu ekki að
fyrirverða sig fyrir eftirkomendur sína.
A ð r a r breytingar. Það kann að orka nokkurs
tvímælis, hvort heppilegt sé að láta kjörtímabilið vera
að eins 4 ár. Verði þing háð að eins annaðhvert ár, þá
kann þetta að vera nolckuð stuttur tími. Nýir þingmenn
eru þá ekki meira en svo búnir að kynnast þingstörfun-
um, þegar umboð þeirra fellur niður. En bæði er það, að
telja iná víst, að þing verði háð nálega á ári hverju, eins
fyrir það, þó þessar breytingar gangi fram, og auk þess
mun það oftast vera svo, að meiri hluti þingmanna sit-
ur fleiri kjörtímabil en eitt. Þessi breyting verður tæp-
lega að neinum verulegum baga.
Heimildin til að kjósa varaþingmenn fyrir Reykjavík
er til bóta. Al' þeim reglum, sem nú gilda um kosningar
í Reykjavík, mundi það leiða, að ef þingmaður úr eiii-
hverjum af minni flokkunum félli frá eða forfallaðist,