Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 73
■'[vaka]
STJ ÓUN ARSKRÁ RMÁLIÐ.
279
þá hlyti stærsti flokkurinn sæti hans, og er það brot á
þeirri hugsun, er iiggur til grundvallar hlutfallskosn-
ingunum.
Gildi breytinganna. Það þarf sterka trú á
áhrifavald smámunanna til þess að láta sér til hugar
koma, að breytingar þær, er samþykktar voru, hafi í
för með sér nokkra breytingu á stjórnarhögum vorum,
sem vert sé urn að tala. Það má vel vera, að með þing-
haldi annaðhvert ár megi spara eitthvað fé fyrir ríkis-
sjóð, en eins og áður var sýnt, er sá sparnaður
mjög tvísýnn. En þó farið verði að kjósa lands-
kjörna þingmenn alla í einu, í stað þess að kjósa þá
i tvennu lagi, þó varamenn séu kosnir fleiri en áður.
þó þingrof nái til landskjörinna þingmanna, og jafnvel
þó kjörgengis- og kosningarréttaraldurinn sé færður nið-
ur um 5 ár, þá eru engar líkur til annars en að stjórn-
málalífið verði nokkurn veginn hið sama eftir sem áður.
Vér höfum reynsluna fyrir þvi, að slíkar yfirborðsbreyt-
ingar breyta engu því, er breyta þyrfti, jafnvel þó þær
séu miklu stórkostlegri en þessar, sem hér er uin að
ræða. Það var t. d. engin smávægis breyting, sem varð,
þegar konum var veittur kosningarréttur til Alþingis og
kjörgengi. Sú breyting var vitanlega sjálfsögð. Hún var
rökrétt afleiðing af meginstefnu stjórnarskipunar vorr-
ar, lýðræðinu. Margar konur trúðu því, að eftir þessa
breytingu mundu renna upp nýir og betri tímar í stjórn-
málalífinu. Það yrði hreinna og heiðarlegra, þegar kon-
urnar færu að taka þátt í þvi, en það var meðan karlmenn-
irnir fengust við það einir. Margir karlmenn trúðu þessu
líka. Hver hefir reynslan orðið um þetta? Er stjórnmála-
lífið hreinna og heiðvirðara nú en það var fyrir 1915?
Þeirri spurningu er ekki hægt að svara öðruvísi en neit-
andi. Af kosningarrétti kvenna hefir eigi leitt aðrar
breytingar en þær, að nöfnunum hefir fjölgað á kjör-
skránum og atkvæðatölurnar aukizt við kosningarnar,
og þessi hefir reynslan orðið alstaðar annarsstaðar.