Vaka - 01.07.1927, Page 78
[vaka]
BAUGABROT.
VEIÐIHUNDURINN.
Eg hai'ði farið i rúmið með þyngsli i höfði og
máttlaus, brennandi heitur, en aðra stundina með
kölduflog. Þarna lá ég og bylti mér tímunum sam-
an í þessu ástandi milli vita, sem hitasóttinni fylg-
ir, og hvorki er svefn né vaka, en segir til sín með þrá-
látum hugmyndum, sem beinlínis troða sér að og ekki
verður vísað á bug, af því að viljinn er lamaður, þó
að hinsvegar sé það eftir af dómgreindinni, að mað-
urinn hefur veður af þvi, að hann liggur þarna og er
að rugla. Mér er það minnisstætt, að ég átti þá nótt í
jnesta amstri við margföldun, sem var hvorttveggja, flók-
in og tilefnislaus. Dæmið lét mig ekki í rónni, en aldrei
komst ég fram úr því. Seinna hvarflaði þessi meinloka
frá mér, en þá tóku við og settust að mér aðrar og þær
engu miður fráleitar, og að lokum, en ekki veit ég að-
dragandann, fór hugur minn að beinast allur að sér-
stakri mynd, sem rann upp fyrir hugskotssjónum mín-
uin. Eg sá fyrir mér vagn, sem rann áfrani á hraðri ferð,
hvarf og kom aftur, hvarf að nýju og kom enn aftur, sí
og æ í hring og sömu leiðina. Þessi mynd vildi ekki við
mig skilja, heldur fylgdi hún mér eftir yfir draumóra-
skeiðið milli svefns og vöku og inn i óværan blundinn,
sem seig á mig smám saman.
Draumurinn hefur listrænan mátt, ef svo mætti að
orði kveða. Hann skrýðir hugmyndir vorar furðulegum
veruleika, sem ekki verður særður fram í vöku, og það
þó að ímyndunaraflið taki á öllu sem til er. Nú s á ég
vagninn svo langsamlega skýrar en áður og greindi öll
smáatriði. Það var opinn Landæingur. Inni i honum
sat roskinn karlmaður, íbygginn á svip, en frammi á
ökumaður. Sá var hnarreislur, í einkennisbúningi, og
stýrði tveim hestum, gljáandi á skrokkinn og vel til
höfðum. En á undan hljóp veiðihundur, hvítur með