Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 79

Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 79
[vaka] BAUGABROT. 285 svörtum dílum, tók stór stökk og gjammaði hátt. Ég tók eftir öllum þessum fyrirbærum, löguu þeirra og lit, hverju hljóði, sem hvað eina gaf frá sér: smellunum í svipunni, hófaskellunum, skröltinu i hjólunum, alt at- hugaði ég þetta með mestu nákvæmni, þó að það væri að vissu leyti í töluverðum fjarska, þar sem vagninn var á ferðinni niðri á slcttu, en sjálfur stóð ég hátt uppi og virti hann fyrir mér ofan að. Þessi aðstaða olli því, að ég hætti að missa sjónar á vagninum, en gat nú séð ti! hans renna Ieiðar sinnar eftir gráhvítum vegi, sem lyppaðist í grænu landslagi um skóg og akra. Og hversu mjög sem hann ók, var allt af sama bilið á milli mín og hans. Vagninn fjarlægðist ekki, en kom ekki heldur nær. Þarna stóð ég og horfði á hann ineð óljósu hugboði um, að eitthvað væri nú bogið við allt þetta, en gat þó ekki gert mér grein fyrir, í hverju það lægi. Þá heyrði ég rödd frá ósýnilegum upptökum spyrja: — Hvað er það, sem lcnýr vagninn þarna áfram? Get- urðu sagt, hvað það er, sem kemur vagninum af stað? Ég ætlaði að fara að svara, en varð orðfall. Hvað kæini vagninum af stað? Þessi spurning gerði mig ruglaðan. Mér virtist málið ofur-einfalt og fannst ég ætti að vita þetta, en í svipinn voru bæði klunrsa, hugur og tunga. Hvað kæmi vagninum al' stað? En að vera að spyrja um annað eins. Það, sein knýr hann áfram . . . það veit hvert barnið . . . það er auðvitað . . . ja, hvað er það nú aftur? Ég þóttist viss um, að ég ætti svarið tilbúið í fórum mínum, á vísum stað í heilabúinu. Þaðan skyldi það og' hlyti að liafast. En hvernig sem ég streittist, allt kom fyrir ekki. Hvað kæmi vagninum al' stað? Mér fannst bæði lif og velferð undir því komin, að ráðið yrði fram úr jafn-hlægilega auðveldu efni, og ég varð alveg sturlaður út af því að geta ekki leyst hnútinn. Það var kvalræðisástand. Um leið og ég einblíndi á vagninn, svo sem í því skyni að sækja þangað hugkvæmdina, ráðning gátunn- ar, varð ég var við atvik, sem fékk mér bæði undrunar og ótta. Hjólin undir vagninum voru ekki venjuleg hjól, heldur var á þeim mannsmynd. Þau voru undarlega af- skræmdir kroppinbakar og svo álútir, að höfuð nam við fætur, svo að úr líkamanum varð fullkomin kringla. Þarna undust þeir áfram í látlausri hvirfingu og gáfu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Vaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.