Vaka - 01.07.1927, Side 86
292
HAUGABROT.
[vaka]
og þakkargjörð er hann hugleiddi hina innilegu gleði,
sem hver hans hreyfing og líkamsstelling þá hefði vak-
ið múgnum.
Sama regla á við um hverja aðra algenga heimilis-
mæðu. Sá, sem er að reyna að veiða flugu upp úr
mjólkinni sinni eða korkörðu úr vínglasinu sinu, i-
myndar sér oft, að hann sé gramur. Hann ætti að
hugsa ögn um þolinmæði þeirra, er dorga í dimmum
hyljum, og láta geisla unaðar og hvíldar streyma við-
stöðulaust um sál sína. Ég hefi líka þekkt menn með ný-
tizku lífsskoðun, er í öngum sínum gripu til guðfræði-
orða, sem þeir lögðu engan trúnað á, fyrir það eitt, að
skúffa sat fösl í falsi sínu og þeir gátu ekki dregið hana
lit; þetta amaði sérstaklega að einum vini mínum. Dag
hvern sat skúffan föst í falsinu, og dag hvern varð því
að kveða við nýjan tón. En ég henti honum á, að þessi
tilfinning, að eitthvað væri að, hún væri í rauninni hug-
læg og afstæð; hún væri algjörlega af þeirri skoðun
sprottin, að skúffan gæti auðveldlega komið út, ætti að
gera það og mundi gera það. „En ef þú“, sagði ég,
„hugsar þér, að þú sért að togast á við einhvern vold-
ugan og illvígan óvin, þá verður baráttan að eins örf-
andi og ekki gremjublandin. Hugsaðu þér, að þú sért
að draga bjargbát úr sjó. Huglsaðu þér, að þú sért
að toga félaga þinn upp úr gjá í Alpafjöllunum. Hugs-
aðu þér aukheldur, að þú sért orðinn drengur aftur og
standir í reipdrætti milli Frakka og Englendinga".
Skömmu eftir að ég hafði þetta mælt, fór ég frá hon-
um, en ég efast ekki lifandi ögn um, að orð mín hafi
borið bezta ávöxt. Ég efast ekki uin, að hann til æfi-
loka hangi dag hvern í handfanginu á þessari skúffu,
kafrjóður í framan, augun ljóma af vígahug, hann trutt-
ar á sjáifan sig og virðist heyra aðdáunarópin hljóma
allt umhverfis.
Ég held þá ekki, að það sé neitt fimbulfamb eða fjar-
stæða að hugsa sér að það megi jafnvel fella sig vel við
ílóðin í Lundúnum og hafa skáldlega nautn af þeim. Þau
virðast í rauninni ekki hafa valdið neinu öðru en óþæg-
indum; og óþægindin eru, eins og ég sagði, að eins eitt
sjónarmiðið og það hugsunarsnauðasta og rakalaus-
asta sjónarmiðið á atvikum, sem í raun og veru eru
skáldleg. Æfintýr er ekki annað en óþægindi rétt á lil-
ið. Óþægindi eru ekki annað en æfintýr, sem rangt er