Vaka - 01.07.1927, Qupperneq 88
294
BAUGABROT.
[vaka]
getur bezt verið á vordegi og blómin eru farin að springa
út, svo að allt teygir mig og togar út í náttúruna. Ég
verð nú fyrst að ljúka við þetta ætlunarverk mitt og
láta sem mér liki það, rétt eins og Júlíana gamla, sem
nú er komin á fimmtugsaldur, verður að láta sér það
lynda að leika hina 17 ára gömlu Júlíu í öllum henn-
ar æskublóma.
En að nokkur skuli geta fengið það af sér, sem gerir
það ekki beinlínis stöðu sinnar vegna, að fara að mála
á sér andlitið eða að lita á sér hárið, það er mér ráð-
gáta. Það er rétt eins og maður ætlaði að fara að lauma
út falskri mynt. Og annaðhvort er í þessu fólgin viður-
kenning fyrir því, að maður blvgðist sín svo mjög fyrir
andlit sitt, að maður dirfist ekki að sýna það á almanna-
færi, eða þá hitt, að maður vilji fá heiminn til þess að
trúa því, að maður sé allur annar maður en maður í
raun og veru er. En þetta er að gera falsmynt úr sjálf-
um sér og hefir hér um bil sömu áhrif á áhorfandann
og hinar máluðu og eftirgerðu súlur á húsum, er sjá
má í úthverfum sumra stórborga. Þetta eru engar
raunverulegar stoðir; þær bera ekki neitt og eru ekki
til neins gagns. Þetta er að eins málað svo, að það líti
út sem eik. En slíkt er fyrirlitlegt yfirvarp, og held-
ur vildi ég eiga heima í einhverju hreysi en i húsi með
svo auðvirðilegu útl'lúri, sem getur ekki blekkt nokkurn
lifandi mann.
Þannig nær heldur ekki málað andlit né litað hár til-
ætlun sinni. Og enda þótt það gerði það, mundi það
engu að síður vera blekking, þótt það væri ekki augljós
blekking. Hún Iánast auðvitað misvel. Hárið á frú N..
var t. d. svo bersýnilega falskt, að það varð naumast
talið blekking. En það er mjóst á mununum, að sum-
um fyrirkonum takist þetta, enda hafa þær ráð á öllum
listum tízkunnar, þegar þær eru að reyna að etja á móti
tímans tönil. Og þó verður þetta þeim stundum til enn
sárari vonbrigða en nokkuru sinni frú N... með ljósu
lokkana sína.
Ég sá um daginn, er ég var staddur í einu meirihátt-
ar kvenna-samkvæmi, hversu grátbroslegt þetta getur
orðið. Þar var kona, sem ellin virtist ekki hafa náð
neinu tangarhaldi á. Tilsýndar leit hún líka út eins og
bráðung stúlka. En þegar ég kom nær og horfði inn í
þessi gömlu, döpru augu í þessu blómlega, blæfagra and-