Vaka - 01.07.1927, Page 90
[VAKAj
ORÐABELGUR.
EANKAFRUMVARPIÐ OG BANKARÁÐSKOSNINGIN.
Áður i'yrr var talað um ,,samábyrgð“ innan stjórn-
málaflokkanna; en nú lítur helzt út fyrir, að komin sé
á fót nokkurskonar samábyrgð á milli flokkanna um að
halda sem flestum pólitiskum bitlingum innan þingsins.
Þykir jneðferðin á bankafrv. á síðasta þingi og kosning-
in í hið nýja bankaráð Landsbankans bera þessa nokk-
urn vott. Með því nú að stjórnmálablöðin hafa þagað
vendilega um þetta, virðist rétt að leggja hér orð í belg
og skýra alþjóð frá í sem fæstum orðum, hvernig fór
ineð þetta mál á siðasta þingi.
Það þótti tíðindum sæta í þinginu, þá er það kom i
Ijós í bankafrv. stjórnarinnar, að bankastjórar mættu
ekki vera alþingismenn (sbr. 47. gr.), og gert var ráð
fyrir því í nefndaráliti meiri hlutans í Ed., að banka-
ráðsmennirnir skyldu einnig vera utanþingsmenn (Þskj.
362, aths. við 35. gr.). Stjórninni voru þegar gerðar ýms-
ar getsakir út af þessu, m. a. þær, að hún vildi bægja viss-
um bankastjóra (S. E.) frá þingsetu, eða að hún með
þessu virtist vilja ræna ákveðna stétt manna kjörgengi.
Aðrir litu svo á, sein hér vottaði l'yrir vaxandi heiðarleik
í stjórnmálum og virðingarverðri tilraun til þess að
halda forráðamönnum fjármálanna í landi voru utan
við alla pólitík.
Sú skoðun kom þegar fram í Ed., að ákvæðið um, að
bankastjórar mættu ekki vera alþingismenn, væri brot á
ákvæðum stjórnarskrárinnar uin kjörgengi. Var fjár-
málaráðherra þá ekki lengi að snúa tillögunni við og
orða hana þannig: „Alþingismenn mega ekki vera
bankastjórar“ (Þskj. 439). Orðalag þetta kom flatt upp
á suma þingmenn; fundu þeir til einhvers munar, en
vissu ekki, í hverju hann lá, enda var ákvæðið þann-
ig orðað samþykkt i Ed.
Það, sem hér átti sér stað, var það, sein á rökfræði-
ináli nefnist umsnúning dóms (conversio). í
orði kveðnu er það nákvæmlega það saina, hvort