Vaka - 01.07.1927, Síða 92
ORÐABELGUR.
VAKA J
298
unni á bankaráðsfulltrúunum og stjórnarútnefningu
formanns bankaráðsins til 3 ára, er ríkisbanki vor,
Landsbankinn, gerður að pólitískum fótbolta í knatt-
spyrnunni milli stjórnmálaflokka landsins.
Auk þess er hér ný pólitísk bitlingastofnun sett á lagg-
irnar. Gengur það hneyksli næst, að bitlinga, eins og
nú var gert, dyggustu og harðfylgnustu pólitisku brodd-
ana þannig, að þeir fái allt að 3000—0000 kr. á ári
ofan á þingfararkaup sitt og öll önnur pólitísk fríðindi
sin og áhril'. Er leitt til þess að vita, hvernig stjórn-
in hefir heykst i þessu máli, að ágætur dóinari og há-
launaður maður skuli t. d. hafa Iátið gera sig ódómbær-
an i öllum skuldamálum bankans, og að aðrir „valin-
kunnir sæmdarmenn“ skuli blakka sig á að taka við
slíku, segjast meira að segja ekki hafa vitað af, fyrri
en dúsunni var stungið upp í þá!
Hvenær skyldi það þing koma sainan á íslandi, er
samþykki það með yfirgnæfandi meiri hluta, að al-
þingismenn megi ekki vera bitlingamenn og bitlinga-
menn ekki alþingismenn? Ætli við lifum þá merkis-
stund 1930? Sennilega ekki, eftir því sem nú er í pott-
inn búið.
A. II. B.
KOSNINGABARÁTTA fer yfir þjóð eins og storm-
ur um fjörð. Hún sýnir, hvað i djúpunuin er hul-
ið. í grunnum sæ rótar stormurinn upp leirnum,
svo að sólfáður spegill logndaganna verður að úfn-
um forarpolli. En til eru líka djúpir firðir, sem
skila ekki á Jand fjársjóðum sínum, skeljum, kuf-
ungum og jafnvel perlum, nema ofviðri hræri þá allt til
grunna. Sumar þjóðir umhverfast við hverjar kosningar.
Bandaríkjamenn geta hversdaglega virzt siðuð þjóð, en
við hvert forsetakjör sýna þeir smekk sinn á öskurapa,
sem grenja sig hása út um klefaglugga, meðan járn-
brautarlest nemur staðar, á feitletrað skrum gulu blað-
anna, mútur og allskonar ófarnað, sem vekur kinnroða
hverjum óskemmdum manni. Aftur á móti kemur það
sérstaklega í ljós við slík tækifæri, að íslendingar eru
útvalin þjóð. í þessari eldraun sýna þeir bezt kosti sína,
jafnvel þá, sem þeir flíka ekki þess á milli.
Hversu oft liggjum vér ekki sjálfum oss á hálsi fyrir