Vaka - 01.07.1927, Side 93
'[vaka]
ORÐABELGUR.
29«)
ýmsa galla, sem væri sönn þjóðarinein, ef þeir væri rétt
fram taldir. Það er sagt, að vér kunnum ekki að meta
vora beztu menn né efla þá til höfðingja, svo að fæstir
þeirra nái skaplegum jiroska né afrekum. Það er sagt.
að vér séum sundurlyndir óróaseggir, og þessi gamli
þjóðarlöstur geti enn átt eftir að koma oss á kné. Það
hefur verið bent á, að lög og lögregla samanlögð sporni
nú varla betur við afbrotum en íögin ein saman á þjóð-
veldistímunum. Sá, sem gefur íslenzkri kosningabaráttu
gaum með óhlutdrægu auga, mun sjá, að hún hrekur
þennan áburð á þjóðina lið fyrir lið.
Við hverjar kosningar verða íslendingar svo fúsir að
meta mikilmenni sín að verðleikum, að þeir láta sér ekki
nægja að hossa þeim, sem áður hafa hlotið viðurkenn-
ingu (og þurfa hennar því siður), heldur láta óvænt
frægðarljós falla á ýmsa menn, sem áður hefur borið
skugga á. Þeir eru lofaðir jafnt fyrir þá kosti, sem þeir
hafa, og sem þeir ætti að hafa og munu hafa. Er þetta
laukrétt aðferð til þess að bæta menn, samkvæmt nýj-
ustu rannsóknum í sálarfræði (Coué og Baudouin). Þeim
er ekki einungis hrósað sjálfum, heldur forfeðrum þeirra
allt í 10. lið. Menn hlýtur að reka í rogastanz, að þessi
fámenna þjóð skuli ekki einungis eiga nógu mörg ofur-
menni til þess að fylla 42 þingsæti, heldur stundum fjög-
ur um hvert sæti. En af þessu leiðir, að til þess að allir
verði lofaðir, sem lof eiga skilið, verða menn að skifta
verkum með sér. Al’ þessari verkaskiftingu getur aftur
leitt flokkadrátt og sundurlyndi, svo að einn flokkur
lastar þá menn, sem annar lofar. En í raun og veru er
þetta ekki nema skipulagsatriði, eins og senn mun að
vikið.
Þá er það ekki síður huggunarríkt að sjá eindrægnina
um stórmálin. Tveir meginflokkar vorir verða jafnan
undir kosningarnar sammála í öllum meginatriðum.
Framsóknarflokkurinn, sem samkvæmt nafni sínu ætti
að vera fullur af áræði og stórhuga framfarabrölti, sýnir
íhaldsflokknum þá tillátssemi að setja sparnaðinn efst
á stefnuskrá sína og finna það helzt að íhaldinu, að það
hafi ekki haldið nógu fast í. Og íhaldsmenn sýna flokki
bænda og samvinnumanna þá vinsemd að bera hag sveit-
anna fyrir brjósti fram yfir allt annað og halda þvi
fram, að þeir sé hinir einu sönnu vinir kaupfélaganna.