Vaka - 01.07.1927, Page 94
300
ORÐABELGUK.
[vaka]
Enn fremur eru báðir flokkar sammála uin það, að þeir
vilji fá sem l'lest atkvæði við kosningarnar. Ekkert sýnir
þó betur þel flokkanna hvors til annars en að þeir skuli
báðir vera fúsir til þess að fara með völd á þessum erf-
iðu tímum, fúsir til þess að takast á herðar svo þunga
byrði og vanþakklátt starf. Því er stundum haldið fram,
að sjálfsafneitun og kjarkur til þess að takast ábyrgð á
hendur sé að verða fágætari og fágætari með hverju ári.
Stjórnmálin sýna dæmi hins gagnstæða. Er það t. d. ekki
aðdáanlegt, að gegn Reykjavíkurvaldinu skuli vera bar-
izt undir forustu tómra Reykvíkinga? Og að flokkarnir
skuli takast á hendur á víxl að afplána hvor annars
syndir. Eg er meira að segja viss um, að jafnaðarmenn
myndi ekki skórast undan að taka við völdum, ef þeir
ætti kost á, og þó lifir sá flokkur nú á draumsjónaskeiði
saklausrar aísku, sem „getur ei misst neitt, en unnið
allt“. En blessuð börnin vita ekki, hvað fyrir þeim ligg-
ur, þegar þau langar til að verða stór.
Að svo vöxnu máli verður ekki nógsamlega dáðst að
því, að flokkarnir skuli fást til þess að berjast. En þar
kemur löghlýðnin til sögunnar. Sjálft stjórnarskipulag
vort heimtar, að þjóðin greinist í flokka, og það ber að
virða fram yfir allt annað. Hér var úr vöndu að ráða,
en flokkunum hefur ekki orðið skotaskuld úr því. Þó
að áhugamálin sé hin sömu, má allt af deiia um það,
hvor flokkurinn elski þau heitar. Hvor flokkurinn vann
að því ineð meiri orku að bjarga kjöttollsmálinu, setja
jarðræktarlögin, stofna ræktunarsjóðinn? Að hvorum
flokkinum var það, sem þorskurinn hændist svona gíf-
urlega árið 1924? Svo hljómar um Iandið fyrir 9. júlí
tvisöngur mæðranna úr Biblíuljóðunum:
„Ég á barnið“. „Sei, sei, sei“.
„Svei mér þá“.
„Vist á eg það“. „Nei, nei, nei.
„Nei“. „Jú“. „Á“.
Jafnvel Salómon konung vanlar ekki í leikinn. Enn
er i landinu lítill, h e r skár flokkur, sein hefur blikandi
sverð á lofti. Hann þykist vilja höggva sundur — ekki
barnið, heldur mæðurnar sjálfar. Hann heldur því fram,
að framsókn og íhald sé í hneykslanlegri sambúð i báð-
uin flokkum og þetta verði ekki lagað nema með skurði,
smbr. hið fornkveðna: