Vaka - 01.07.1927, Síða 95
VAKA
ORBABELGUR.
301
Ingibjörg er aftan digur, en örmjó framan;
skyldi ekki mega skera hana sundur
og skeyta hana aftur saman?
En mæðrunum þykir þetta hrossalækning og segjast
ekki kenna sér nokkurs meins. Og nýlega hefur önnur
þeirra sannað mál sitt og sýnt óræk merki góðrar mell-
ingar með því að bíta hinn herskáa flokk sundur í
miðju og renna minna háttar helmingi hans niður með
beztu lyst.
S. N.
RITFREGNIR.
Lúðvig Guðmundsson: VÍGSLUNEITUN BISKUPS-
INS, Rv'ík. 1927.
Rit þetta er ádeilurit, en þó prúðmannlega orðað víð-
ast hvar og af drengilegum loga spunnið. Það er sainið
upp úr tveim fyrirlestrum, er höf. flutti hér í Rvk. i nó-
vember síðastliðnum í tilefni af því, að biskup Jón
Helgason hafði þá nýverið neitað cand. theol. Þorgeiri
Jónssyni um vígslu til Gimli safnaðar á Nýja íslandi.
Mörgum þótti skörin færast upp í bekkinn, og mér þar
á meðal, er guðfræðinemi tók að andmæla yfirmanni
kirkjunnar. En er ég hafði hlustað á hið fyrra erindi
hans, varð ég að játa, að honum hefði farizt þetta óað-
finnanlega.
Nú er það augljóst, að biskupi bar ekki embættis-
skylda til að vígja mann þenna. En margt er skyld-
unni æðra, og má vera, að réttsýni og ættjarðarást og
tryggð við fyrri hugsjónir hefði átt að mega sín nokk-
urs í þessu máli. En lítum nú á frásögu höf. og rök
hans.
Öllum aðdraganda málsins er lýst, að því er virðist,
hlutdrægnislaust í inngangi ritsins. Kemur þar meðal
annars í ljós, að hiskup mundi hafa vígt Þorgeir tii
heiðingjatrúboðs, þótt hann vildi ekki vígja hann til
þessa safnaðar landa vorra vestanhafs, af því að hann
telur þá únitara eða af því, að hann álitur þá ekki