Vaka - 01.07.1927, Síða 103
vaka]
RITFREGNIH.
309
Hvernig i'ær hann nálgast þann guð, sem hann vill helga
hverja hugleiðing og hverja athöfn, hvernig fær hann
komizt í innilegt samband skilnings og ástar við höf-
und Iifsins?
Þegar vér kynnumst Steini Elliða fyrst, er guðstrú
hans, sem á rætur í þránni eftir fullkomnun, eðlilega
hlandin bölsýni. Honum finnst frá upphafi hálft i hvoru
allt vera „hégómi og eftirsókn eftir vindi“, eins og Pré-
dikarinn kemst að orði — en lífsgleði hans er of baldin
til þess að bölsýni hans sé enn orðin að hugsýki. Guðs-
trú hans lifir í sátt og samlyndi við vitund hans um fá-
nýti allra hluta. „Eg het'i gert samning við Drottinn um
að verða fullkomnasti maðurinn á jörðunni. Það er
klappað og klárt“, segir hann við Diljá. Og enn segir
hann: „Nú er ég kominn á þá skoðun, að kristindóm-
urinn sé tómur h'vinandi sannleikur frá upphafi til
euda“. Hann talar um trú sína með léttúðarfullri hrein-
skilni manns, sem innst inni veit og viðurkennir að
hann skilur hvorki né elskar þann guð, sem hann vill
trúa á.
Sögunni er skift i 8 bækur. f 3. bókinni kynnumst vér
Steini Elliða á næstu árunum eftir tvítugt. Hann hef-
ir hafnað allri guðstrú og hin síbrennandi þrá hans eft-
ir fullkomnun á sér ekkert takmark, en lífskraftur
hennar lýsir sér í eirðarlausri, sóttheitri vanlíðan yfir
botnlausri andstyggð tilverunnar. Hann. virðist lítil
mök hafa haft við mennina, hefir mikið lesið, mikið
hugsað og bölsýnið heltekið sál hans. Attavilltur, ráð-
þrota og fótsár æðir hann um í frumskógum inann-
legra hugsana, án þess að láta sér framar lil hugar
koma að út úr ógöngunum liggi nokkur leið til fyrir-
heitinna sælulanda lífsþroska og göfgi.
Nýkoniinn að heiman hafði hann kyjnnst kaþólsk-
um ábóta og rætt við hann um vandamál mannkyns-
ins. Ábótinn var ef til vill hinn eini inaður, sein hafði
vakið honum lotningu fyrir persónulegum yfirburðum.
Nú ritar Steinn Elliða honum langt bréf um lífsskoð-
anir sínar og sálarástand. Þetta bréf er hezt ritaði og
áhrifamesti þáttur sögunnar, stíllinn mergjaður og
sterkur, hugmyndagnótt mikil og sálarlifslýsingin stór-
feld og ástríðuþrungin, einkuin í siðari hluta þess. Hann
byrjar bréfið um haust á ferðalagi, sendir það ekki þá,