Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 105
[vaka]
RITFREGNIR.
311
boð um aðrar kynferðishneigðir, en hinar frumrænustu,
dýrslegustu. Og hann hefir enn trú á fegurð og göfgun
fullkomins skirlífis, og hyggst að magnast fyrir það sein
alfrjáls og hrein vitsmunavera. Og þó veit maður ekki
að hve miklu leyti þessi trú hans á skírlífið og eigin ó-
unnin þrekvirki er brigðlaus sannfæring, en ekki að eins
efniviður í kjörgripi orðlistar og myndríki. En hann
finnur að „það er aumkunarverður maður, sem ekki
getur unað við neina blekkingu, því hann er alltof sterk-
ur til þess að lifa meðal mannanna".
Þegar hann ritar síðari hluta bréfsins hefir hann að
íullu misst fótfestu á himni og jörð. Nokkrir kaflar úr
því nægja til að gefa hugmynd um hvar nú er komið
fyrir söguhetjunni:
„Mér stendur andskotans sama um mannkynið. Ég
veit ekki mitt rjúkandi ráð. Ég bið yður að hjálpa mér
. . . Segið þér mér, herra minn, hvaða erindi á maður-
inn upp á yfirborð jarðar?
í allan vetur hef ég verið að berjast við að ala upj) í
mér þrjár tilhneigingar til að yfirvinna manninn, liefni-
lega kynvillu, eiturfíkn og sjálfsmorðsfýsn. I þessum
þrem ástríðum eygi ég æðstu hugsjónir mannkynsins.
Mannkynið getur ekki eignast æðri hugsjón en þá að
deyja út; lífið er versti óvinur lifandans og „dauðinn
er sigur yfir lífinu“, eins og einn af spekingum vorra
tíma segir“.
„Lífsveran kemur ekki upp á yfirborðið til annars en
deyja . . . Líf mitt er eins og neisti undan hóf. Eitt
hverfult augnablik birtist ég á yfirborði jarðar og ræð
ekki einu sinni litnum á höfuðhárum mínum! Hjarta-
slög mín eru mæld, andartök mín talin, — að eins
nokkrum sinnum enn, síðan ekki söguna meir. Ég er
hýðið, þar sem vanmátturinn tók sér ból, — skjálfandi
vofa í glæturönd milli tveggja endalausra myrkra,
tveggja svefna. Hvers vegna er manninum ekki prédik-
að að hætta að endurnýja kyn sitt? Hvers vegna þetta
eilifa Sisyfusverk upp og niður brattann? . .. Það er
lán mannsins, að hann hlaut í vöggugjöf dálítinn skamt
af ástríðum, sem leita svölunar. Hvað ætti takmark hans
að vera annað en svala ástríðuin sínum? . .. Svölun
kynferðishvatarinnar er æðsta gleði mannsins og rétt-
lætanleg því að eins, að henni sé þannig svalað, að ekki
fæðist nýir menn. Kynvillan er æðsta stig kvnferðis-