Vaka - 01.07.1927, Qupperneq 109
VAKA !
RITFREGNIU.
315
vöru úr því, að helga sig munklífinu. Þegar heim kem-
ur, er hann því sem næst hinn sami og áður, fullur
hroka og mannfyrirlitningar. Efasemdir vakna að nýju
í huga hans og konan freistar hans. En þó er minna
stormasamt í sálarlífi hans, en áður, — honum líður
þolanlega. „Ef það er sannleikur, að maðurinn sé hinn
sami í dag og i gær, þá er ekki til vægðarlausari sann-
leikur, en vonirnar um himnaríki fækka“, hugsar hann,
og heldur svo áfram að þýða á íslenzku Imitatio Christi,
sem hann hafði byrjað á í klaustrinu.
Ast Diljár til hans blossar upp að nýju. Hún er nú
gií’t Örnólfi fóðurbróður hans, en hann er ytra þegar
Steinn kemur heim. Diljá kemur til Steins að næturþeli
og biður hann um ást hans, en hann talar við hana um
guð og vísar henni grátinni á bug. Nokkrum dögum síð-
ar fellur hann fyrir áleitni hennar, og er sæll á eftir,
iðrast einkis. Hann er aftur áttaviltur í tilverunni, en án
þess þvi fylgi nokkur hugsýki. Eftir að hann hefir aft-
ur hitt'ábótann, skriftað fyrir honum og þegið ráð hans
og hughreysting, fer hann að nýju i klaustur. Diljá fer
á eftir honum, til þess að helga honum líf sitt, og bíð-
ur hans eitt kvöld í klausturklefa hans í Róm. Hinn helgi
maður tekur henni eins og innbrotsþjófi og vísar henni
samstundis út. Hún grátbiður hann að fylgja sér, en
hann leggst á bæn og ákallar drottin, rís síðan upp og
kveður hana með þessum orðum: „Farðu og leitaðu
Guðs, skapara þíns, því allt er blekking nema hann“.
Og skáldið skilur við Diljá, eina og yfirgefna, úti á
götum Rómaborgar nístingskaldan morgun. Hún sezt
niður á þrep gegnt Péturskirkjunni, en á forhlið henn-
ar standa þessi frægu orð: TUES PETRUS: ET SUPER
HANC PETRAM EDIFICABO ECCLESIAM MEAM.
„Það útleggst: Þú ert Steinn, og á þessum Steini mun ég
reisa kirkju mína. — Fullkomnunarþrá hins ófullkomna
er hinn jarðneski grundvöllur Drottins kirkju“.
Þannig lýkur sögunni.
Hefir þá Steinn Elliði fundið þá leið til fullkomn-
unar, sem hann heitast þráði, i meinlætalifnaði og guðs-
dýrkun innan klausturveggja? í því síðasta, er af hon-
um segir, skilnaði þeirra Diljár, virðist skáldið gefa i
skyn að svo sé — en margur lesandi mun eiga bágt
með að átta sig á því. Það verður ekki séð, að trúin hafi
getað veitt honum nein svör eða skýringar, sem gætu